laugardagur, júlí 08, 2006

Úrslitaleikur

Það styttist í úrslitaleik HM 2006. Keppnin er búin að vera stórkostleg í alla staði og maður hefur nánast ekki misst af leik.
Svo er það að sjá hvort Zidane og félagar nái að endurheimta titilinn. Franck Ribery er reyndar minn uppáhalds franski leikmaður... alveg magnaður og hræðilega ljótur.
Talandi um frakkland... það eru komnar inn myndir frá Prag og Frakklandi á myndasíðuna. Ekkert sérlega spennandi myndir en það koma öruglega inn skemmtilegri myndir í næstu viku... eftir Tyrklandsferðina!! :D En ferðafélagið rakettan í samvinnu við sameinumst hjálpum þeim klúbbinn stendur fyrir vikuferð til Marmaris í Tyrklandi nú á þriðjudaginn og hlakka ég MIKIÐ til! ...þrátt fyrir að um bindindisferð félags eldri borgara er að ræða en ferðalangarnir eru allir búnir að vera þurrir í yfir 2 ár.

ALLIR AÐ STYÐJA FRAKKANA Í ÚRSLITALEIKNUM!!!! ALLEZ LES BLEUS


Franck Ribery

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Megi betra liðið vinna þetta... en ég spái að betri vörnin vinni

Sævar Jökull Solheim sagði...

voðalega var þetta eitthvað hlutlaus spá hjá þér vinur :)

Bibba Rokk sagði...

Ég reyndar hélt með Ítalíu og er vel sátt :) synd samt með Zidane, að ljúka ferlinum svona.

Nafnlaus sagði...

Já, ég vildi bara að Þýskaland hefði unnið þetta :/

Skandall með Zidane! Ákvarðanataka mannkyns hefur oft þótt alveg með ólíkindum.

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehehe... Zidane atriðið var ljósi punkturinn í leiknum

Nafnlaus sagði...

This is very interesting site... 123 cream cutivate eczema Tvhp plotters Recent computer crime stories http://www.teak-lounge-chair.info/teepee-car-racks.html Nissian floor mats with automotive logos Milf free samples clips Collegiate floor mats Canada protonix voip software windows xp Instant travel insurance insurance quote caravan roof rack