föstudagur, júlí 28, 2006

frí frí frí... og aftur frí

þá er komið að austfjarðaferð og því lítið bloggað á næstunni (ekki það að maður hafi eitthvað verið að skrifa hérna undanfarið).
Leiðin liggur austur til héraðs þessa helgina þar sem Gilluættarmót fer fram og fjöldinn allur af fábæru fólki safnast saman og fagnar því að vera afkomendur yndislegustu konu í heimi!
Þvínæst liggur leiðin til heimabyggðarinnar Norðfjarðar en þangað hef ég ekki komið í 2 ár og verður gaman að koma heim. Auðvitað er alltaf gaman að koma heim og hitta vini og ættingja, en það verður sérstaklega gaman að koma heim að þessu sinni þar sem mikil uppbygging og framkvæmdir hafa átt sér stað síðan álversframkvæmdir hófust... já það verður gaman að koma heim án þess að eina breytingin á bænum sé sú að einhver hefur málað húsið sitt, gylfi gunnars sé búinn að bæta við ruslið í kringum eignir sínar eða nýir bílar hafa bæst í rúnthringinn. Ég hlakka til að keyra inn í Norðfjörðinn!
Svo er það auðvitað Neistaflugið... hef á tilfinningunni að það verði betra en nokkru sinni þetta árið. Frábærar hljómsveitir (enda ekki við öðru að búast af stjórnendunum Valda og Þorláki), frábært veður (enda ekki við öðru að búast af félaga mínum þarna uppi) og frábært fók (enda ekki við örðu að búast þegar norðfirðingar og aðrir snillingar safnast saman!) ...semsagt, góð verslunarmannahelgin framundan.

heyrumst eftir versló

ps. klikkaði alveg á að setja inn Tyrklandsmyndir en Matthildur aka. Shakira, aka. Eyrnastór aka. Helga Möller aka. rauðbrystingur (Calidris canutus) stóð sig mun betur og má finna Tyrklandsmyndir HÉR

34 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heheheh góður pistill um Norðfjörðinn! Heyrðu mundu svo eftir því að kíkja við í kaffi í Skógarsel 13b...það er s.s. á Egilsstöðum ;) Annars hittumst við pottþétt á danspallinum á Bakkabakka á Neistaflugi....p.s. tilhlökkun fyrir Neistaflugi farin að bóla alvarlega á sér!!!

Nafnlaus sagði...

hæhæ frændi rakst á síðuna þína af algerri tilviljun svo ég mátti til með að kvitta fyrir mig:)..

Takk æðislega fyrir frábæra helgi, alveg yndislegt að þið skilduð öll koma, það er alltaf stuð þegar fjölskyldan frá svíðþjóð(hehe):) mætir á svæðið:)....Hafðu það gott um versló....

kveðja þín frænka
Eva Dögg Páls....

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já Heiða, spurning hvort maður nái heimsókn á skógarselið, en hlakka til að kíkja á danspallinn :) og tilhlökkunin til neistaflugs... ussss já!
Takk sömuleiðis Evad Dögg fyrir helgina, þetta var algjör snilld!!
...og gaman að þú skyldir slysast inn á síðuna :)

Bibba Rokk sagði...

Blessaður Sævar, ertu kominn suður? er ekki 24 maraþon bara næstu helgi eða? Annars langaði mig bara að láta þig vita að þú hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá mfl.kvk í Ármann/Þrótt. Þetta stefnir í þrusuvetur enda ætlar Stefán að vera skemmtanastjóri og stuðningsmaður nr.1 og Ólafur Arnar hefur verið ráðinn ljósmyndari.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Líst vel á þetta Bibba!!! það bara eiginlega getur ekki klikkað að ráða vonlausasta körfuboltaspilara veraldarinnar sem aðstoðarþjálfara körfuboltaliðs! :D

Nafnlaus sagði...

hafðu engar áhyggjur Sævar það er víst búið að lofa mér sæti í byrjunarliðinu þannig að með þig sem aðstoðarþjálfara þá rúllum við þessu upp!!! Ætli ég sé eins góð í körfu og ég er í tennis??? En allavega ég er að verða búin að texta allar þessar 400 myndir frá tyrklandinu góða:)
kv Matta aka. Helga Möller aka. Shakira aka. eyrnastór aka. rauðbrystingur

Nafnlaus sagði...

Shjætturinn ef þú sért jafn góð í körfubolta eins og þú ert í tennis:) legg þá ekki í það að spila með þér, þú ert svo geðveikt góð;) við zidane rúlluðum ykkur stebba strandverði upp, öss:)'

kveðja Silla P aka Sharone Stone aka Silla Jordan;)

Nafnlaus sagði...

vá... þetta verður rosalegt! og alvöru klíka líka, búið að lofa fólki byrjunarsæti og svona... svona á þetta að vera :) (þjálfarinn hefur greinilega ekki séð myndband frá rauðbrystingnum í tennis frá tyrklandi!! :)
Glæsilegt að þú sért búin að setja texta á myndirnar... fer í það að skoða þetta núna!
Hvenær er svon fyrsta æfingin :p
kv. Burri aka Zidane aka Phil Jakson

Nafnlaus sagði...

svo það sé á hreinu þá er bannað að setja út á tennishæfileika mína, silla er e-ð að reyna að kenna mér um að það hún gat ekki fórnað sér á eftir boltanum! En það er reyndar smá eftir í síðasta albúminu ég er bara örlítið andlaus núna en þetta fer allt að smella saman;)
-mm-

Nafnlaus sagði...

Je minn eini svo er matta að reyna að stæla sig hér á íþróttahæfileikum sínum og mætir svo ekki einu sinni á æfingu.... össs shakira, þú ætlar greinilega bara að halda þig við bömbið í bili:) og sævar var hvergi sjáanlegur!!! HVAÐ ER AÐ GERAST???

KV SILLA PIPPEN;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Matthildur er natturulega thad mikill stjornuleikmadur ad hun tharf ekkert ad maeta a fyrstu aefinguna... thid hinar verdid bara ad saetta ykkur vid thad. Svo var nu adstodarthjalfarinn bara ekkert bodadur a aefingu og er strax farinn ad gruna leikmenn um samsaeri gegn ser...

Nafnlaus sagði...

Heyrðu Stebbi strandvörður sagði nú í gær að þú værir aðal þjálfarinn og hann aðstoðarþjálfarinn og að þið ætluðuð að liggja undir liðinu!!!! Nokkuð slæmt þegar hvorugir mæta er það ekki??? strandvörðurinn var veikur en hvað með Zidane??? Bibba þurfti að taka völdin aftur í sínar hendur;)

Nafnlaus sagði...

Heyrðu Stebbi strandvörður sagði nú í gær að þú værir aðal þjálfarinn og hann aðstoðarþjálfarinn og að þið ætluðuð að liggja undir liðinu!!!! Nokkuð slæmt þegar hvorugir mæta er það ekki??? strandvörðurinn var veikur en hvað með Zidane??? Bibba þurfti að taka völdin aftur í sínar hendur;)

Nafnlaus sagði...

Við þurfum bara að fá aðra þjálfara til að liggja undir okkur skvísuliðinu;)

Hehe kveðja Pippen

Bibba Rokk sagði...

Þetta var rosalega fyrsta æfing, Silla mætti og tók þetta með trompi og Linda stakk alla af í sprettunum, ræðum nú ekki einu sinni um reverse lay-hoppið hennar Sillu :D
Næsta æfing er á mánudaginn í kennaraháskólanum klukkan 20.30 :D

Nafnlaus sagði...

við ræddum þetta í gær, ég mæti ekki á æfingar ég keppi bara:)
yfir og út
Matta stjörnuleikmaður!

NOTE TO SILLA: REVERSE LAY-HOPP

Nafnlaus sagði...

ég vissi að það væri allavega eitthvað öfugsnúið lay hopp:) djö er ég komin í boltagírinn maður, og líkaminn finnur sko alveg fyrir æfingunni;) og merki um hvað ég tek þetta alvarlega þá verð ég edrú um helgina...í fyrsta skipti síðan????????????????????????

kveðja frá sillu úr templarafélaginu:)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Piff... edrú smedrú

Nafnlaus sagði...

held ég hafi drukkið fyrir næsta mánuðinn síðustu helgi;) þannig að ég á frí inni....kúrari;) hehehehe

kveðja úr herberginu við hliðiná;)

Nafnlaus sagði...

Hvernig var annars "Lindu-konfektið" á Neistaflugi 2006? :Þ skamm skamm Heiða....ehheheheheheh

Bibba Rokk sagði...

Sævar - þú ert löngu komin heim frá Austfjörðum og getur þar með farið að blogga.

Vil einnig taka það fram að Sævar, Silla og Linda skrópuðu öll á seinustu körfuboltaæfingu. Þar af leiðandi ætlar hann Sævar Jökull að búa til sektarkerfi. (nema Sævar fær frí á miðvikudögum því þá er hann á fótboltaæfingu)

Nafnlaus sagði...

jejeje ég var veik í bakinu á mánudaginn þess vegna kom ég ekki, ekkert rugl með eh sektir bibba:) ég er líka á fótboltaæfingum á miðvikudögum þannig að ég þarf víst líka að vera í fríi þá;)

Kveðja Silla Pippen

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já... maður er hrikalega latur í blogginu, en það fer allt að koma.
En þetta er rétt hjá Bibbu, sektarkerfið er í mótun og mæting heldur áfram að vera svona slæm þá verður áfengissjóðurinn risa stór! :)
Silla þú skalt ekki dirfast að skrópa aftur í kvöld!!

Nafnlaus sagði...

Nei nei ég veit ég drulla mér af stað:) og afhverju helduru að ég skrópi??? SVO VIÐ EIGUM MONEY FYRIR NÓG AF ÁFENGI;) haldiði að ég viti ekki hvað ég er að gera;)

kV PIPPEN;)

Bibba Rokk sagði...

Matta, Silla og Linda mættu á æfingu í kvöld og FÓRU ÞEGAR KLUKKAN VAR 20.35 vegna þess að ég var ekki mætt (bíllykarnir týndust smá) og þegar ég kom ca. 1-2 mín seinna þá voru þær HORFNAR OG FARNAR HEIM. Hver er sektin á því?

Nafnlaus sagði...

Heyrðu nú mig bibba mín...þetta er bara alveg eins og með biðskylduna:) ég beið og svo fór ég;)

Pippen out;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Þær eru heppnar að sektarkerfið sé ekki tilbúið maður... þetta er náttúrulega algjör aumingjaskapur og til háborinnar skammar! (samt soldið fyndið að þær hafi bara látið sig hverfa :)

Bibba Rokk sagði...

Þær voru eitthvað hræddar við hinar stelpurnar sem voru mættar (alveg heilar 2). En hver veit, kannski þær láti sjá sig á mánudaginn.

ps. FYLLERÍ Á LAUGARDAGINN

Nafnlaus sagði...

Jæja rommie er ekki kominn tími á aðra færslu??

Kveðja úr miðjuherberginu;)

Nafnlaus sagði...

Vertu nú duglegur að blogga og setja inn myndir á meðan þú ert barnfóstra!Kveðja frá norge....

Bibba Rokk sagði...

Sanka, r u dead?

Sævar Jökull Solheim sagði...

no man, I´m not dead
já hvernig væri það að maður fari að henda inn eitthvað af myndum... og jafnvel skrifa nokkrar línur, lofa að þetta gerist allt fyrir áramót.
Silla... það er mun styttra síðan ég bloggaði heldur en þú!!

Bibba Rokk sagði...

Sævar, núna þarftu að horfa á Cool Runnings aftur. Gaurinn með dreddana segir "Sanka, r u dead?" og þá svarar Sanka "No man" - ef þú ætlar að reyna að "kvóta" í bíómyndir gerðu það þá almennilega. OG HVENÆR ER 24 MARAÞON?

Nafnlaus sagði...

Hehe ég er sko alveg bráðum að fara að blogga, er bara bíða eftir góðum tíma:) og þarf líka að henda inn fullt af myndum:)

kv sharone