mánudagur, september 11, 2006

24


Það gleymdist víst að tilkynna þetta formlega en það gerist hér með: Heiðursmenn þessir eru fluttir inn í íbúð að Njálsgötu 100 þar sem þeir búa í góðu yfirlæti í ást, alúð og umburðarlyndi. Hverjum sem hlotnast er meira en velkomið að kíkja í heimsókn á drengina enda ávalt kaldur í kælinum... innflutningspartý nánar auglýst síðar.

Djöfull drullaði annars RÚV rækilega á sig um helgina þegar þeir klipptu á útsendingu frá bikarúrslitaleik kvenna milli Vals og Breiðabliks þegar vítaspyrnukeppnin var að byrja. Skipti nú svosem ekki miklu máli fyrir mig þar sem ég var á leiknum enda sérlegur áhugamaður um kvennaíþróttir... En svona gerir maður bara ekki, að sýna leik í sjónvarpi og hætta svo útsendingu þegar vítaspyrnukeppni byrjar.

Getur einhver lánað mér 4 seríu af 24 fyrir næstu helgi?
Ég ætla, í samráði við Counter Terrorist Unit og bibbu rokk inc. að halda 24 maraþon á Njálsgötu 100 með tilheyrandi bjór og pizzu. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir, en sérstaklega þó sá sem reddar mér 4 seríu og þeir sem tóku þátt í 24 maraþoni á stætinu hérna um árið, einnig verður sérstakur glaðningur fyrir 24 nerði sem eru með CTU símhringinu í símanum sínum.

Fyrirsagnakeppnin sívinsæla "Toppaðu myndatextann" fer aftur í gang von bráðar

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæru félagar!
Hjartanlega til hamingju með íbúðina... þetta lofar mjög góðu :)

Ég á því miður ekkert sjónvarpsefni með Jakobi Báer.

Nafnlaus sagði...

Jújú til hamyngju með nýju kribbuna,

Átti ég nú mikinn þátt í að ykkur tækist að koma henni í ásættanlegt ásigkomulag eins skjótt og raun bar vitni. Þar af leiðir að ég fái að ákveða hvenær innflutningspartýið verði, og tek ég það hér með að mér. Í skemmtinefnd ætla ég að hafa Óskar Sturlung með mér ásamt nemendafélagi stýrimannaskólans. Stund og staður auglýst síðar!

Bibba Rokk sagði...

Snilld - get ekki beðið eftir næstu helgi :) ps. þú færð innflutningsgjöf þegar innflutningspartýið verður :D

Nafnlaus sagði...

Menn eru í fyrsta lagi að bíða eftir að þú, Simbi haldir innflutningspartý sjálfur.. er heldur ekki aveg að fatta commentið að hafa innflutningspartý hjá sævari. og svo tilkynniru að staður verði auglýstur síðar.. það er skrítið innflutningspartý.. haha..
kv. óskar

Nafnlaus sagði...

já villi hvernig væri það nú, búinn að búa þarna í næstum ár.

En toppaðu Myndatextan:
Sæver Hugsar: Bjór Nammi nammminamm
Stefá Hugsar: Hver brundaði í bjórglasið mitt???

Fanny sagði...

Heyrðu heyrðu.. það er aldrei að vita nema ég geti reddað þessari seríu.... Eins og hinum að mig minnir;)
Verum í bandi..

Sævar Jökull Solheim sagði...

Takk fyrir það Fanný, en Bibban er búin að redda seríunni. Það væri hinsvegar ágætt að nálgast hjá þér 24-þynnku-stólinn í vikunni :)

hehe... góður texti Valdi :)

Nafnlaus sagði...

Skrýtið, ég man nú ekki eftir neinu innflutningspartýi hjá þér Valdi. En Óskar þetta er alger misskilningur hjá þér. Það var haldið innflutnings partý, þér var bara ekki boðið af því þú komst ekki að hjálpa við flutningana eins og þú lofaðir... Maður gerir ekkert fyrir þann sem gerir ekkert!

Nafnlaus sagði...

er ég nördaleg ef að ég segist eiga bæði... 4 seríu og hringitóninn.... :$

Sævar Jökull Solheim sagði...

Tilkynnist það hér með að ég mun ekki halda innflutningspartý fyrr en mér hefur verið boðið í innflutningspartý til Valda og Villa!

Nei Helena, það þýðir að þú sért ýkt svöl! :)

Nafnlaus sagði...

Tilkynning;

Sameiginlegt innflutnings partý hjá Sævari(Burra) og Villa(Simba) verður haldið þann 28 október n.k. En þá mun Simbi einnig halda uppá þrítugsafmælið sitt í leiðinni. Þar sem þessir hressu drengir búa því miður ekki saman hefur verið ákveðið að halda Partýið að Sóltúni 30 íbúð 303 (ATH ekki 203).

Allir Sem Vettlingi Geta Valdið eru
Velkomnir;