mánudagur, september 18, 2006

Sálin

Má til með að minnast aðeins á tónleika Sálarinnar ásamt Gospelkór Reykjavíkur á föstudaginn.
Gerði mér ekkert sérstaklega miklar væntingar... væntingarnar voru það litlar að ég keypti mér ekki einu sinni miða heldur var mér boðið á tónleikana... en Þvílík snilld sem þetta var og má nánast segja að maður hafi verið með gæsahúð frá fyrsta lagi til hins síðasta (sem voru reyndar bæði "Ekkert breytir því" í stórkostlegri útsetningu).
Svo var það bara hvert snilldarlagið á fætur öðru. Tvö ný lög voru frumflutt og voru þau fín, sérstaklega lagið sem var líka tekið í uppklappinu.
Soldið erfitt að segja hvað var best þar sem þetta var svo frábært í heildina en lög eins og Á einu augabragði, Þú fullkomnar mig, Svarið er já og Undir þínum áhrifum stóðu kannski uppúr. Jafnvel lög sem mér hefur aldrei fundist góð eins og Lestin er að fara fanst mér frábær.
Mér fannst þessir tónleikar miklu skemmtilegri en tónleikarnir með sinfoníunni sem voru þó mjög góðir.
Það eina sem ég get sett út á tónleikana var að ég hefði alveg verið til í að hlusta nokkur lög í viðbót en tónleikarnir hefðu semsagt mátt vera heldur lengri. Að öðru leiti... frábært... og þakka ég Villa og Helgu kærlega fyrir boðið.

tap fyrir chelsea í gær :( ekki gott, vona að mínir menn standi sig betur á móti Tottenham á laugardaginn þar sem ég mun styðja þá úr stúkunni :D get ekki beðið.

ananars er bara mánudagur og allir hressir :)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það hefði verið töff að fara með ykkur á Sálina um síðustu helgi.Ég vænti þess að þú og Villi hafið síðand dottið hraustlega í það strax eftir gigg.:)
Það er eins gott að Liverpool vinni svo Tottenham.Það er nefnilega frekar glatað að borga sig til Englands á leik til að horfa á liðið sitt tapa.Ég vænti þess einnig að þú munir detta hrikalega í það strax eftir leik.
Skemmtu þér vel gamli.:)

Sævar Jökull Solheim sagði...

ég stóð undir væntingum og datt hraustlega í það eftir tónleika... látum Villann svara fyrir sjálfan sig hvað það varðar.
Mun að sjálfsögðu líka standa undir væntingum í L´pool :)

Nafnlaus sagði...

Ha hvað segiru Sævar, varstu að auglýsa þig á Einamál.is?

Sævar Jökull Solheim sagði...

ammm einamál.is er besta síða í heimi

Fanny sagði...

öss... Drengurinn að fara út á leik. Ekki slæmt það.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Það verður Ljúft! :D