föstudagur, september 08, 2006

tv

Það er nánast ekki talað um neitt annað en Rockstar þessa dagana. Þetta eru skemmtilegir þættir en ég, ásamt held ég flestum öðrum, er orðinn verulega þreyttur á að tala um þetta. Allir hafa sína skoðun á þessu og allir vita betur. Mjög snemma í keppninni sagði ég að Dylana, Ryan og Magni yrðu í þremur efstu sætunum, var ekkert svo langt frá því þótt það líti út fyrir það núna að Lucas vinni þetta... mér er svosem skítsama hver vinnur þetta.
Það versta við þetta er að þótt maður sé kominn með meira en nóg af rockstar umræðu þá dregst maður inn í þetta eins og fluga að skít. Það er til dæmis nánast ómögulegt að standa í einrúmi með manneskju án þess að segja... "jájá... hérna... hvernig fannst þér svo Magni?" ...og þá er boltinn farinn að rúlla og ekki aftur snúið.
Nákvæmlega eins og núna ætlaði ég bara að skrifa að mér finnst rockstar umræða leiðinleg en í staðinn er ég búinn að skrifa heilt blogg um þetta... fokk!
Maður á að sjálfsögðu eftir að fylgjast spenntur með úrslitunum, en voðalega verður ljúft þegar þetta er búið.

Má til með að minnast á annað umtalað sjónvarpsefni... sjónvarpsefni sem mikið hefur verið lagt upp úr og hefur greinilega átt að vera mikill 'hittari', hefur líklega átt að vera flaggskip og helsta söluvara stöð 2 í vetur. Ég er að tala um Búbbana.
Ég gerði nokkuð miklar væntingar til þessara þátta þegar það var verið að kynna þetta, enda engin smá kynning sem var í gagni, held að búbbarnir og stjórnendur þeirra hafi verið í hverjum einasta frétta og umræðuþætti alla vikuna fyrir fyrsta þátt. Það kom þó því miður á daginn að þetta er algjörlega misheppnað. Þetta er ágætis barnaefni og ég efast ekki um að 6-11 ára krakkar hafi gaman að þessu... en ég var nú búinn að búast við einhverju aðeins meira spennandi af þessum hóp gamanleikara sem að þessu standa. Þetta var ekki góð fjárfesting hjá stöð 2

gaman að vera aftur farinn að meta helgarfrí :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig fannst þér annars Magni? hehe :p

Nei, nei... TV er auðvitað verkfæri djöfulsins, það veistu Burri. Hef ekki séð Búbbana, og hef enga löngun til þess eftir lýsingu þína á þeim.

Nafnlaus sagði...

Var að tala við upplýsingarfulltrúa Stöð 2. Þetta ruglaðist víst eitthvað dagskráin á þessu hjá þeim. Þetta átti víst að vera klukkan 0800 á Laugardagsmorgnum en ekki 0800 á Laugardagskvöldum. En hvernig er það á ekkert að fara halda áfram með myndakeppnina góðu sem þú varst byrjaður með? Svona þar sem þú ert nú komin í svona rólega vinnu?

Nafnlaus sagði...

A. Men.

Kristin Bjorg sagði...

Hef ekki séð þættina en allir virðast vera sammál að þeir séu afspyrnu leiðinlegir.
Over and out - passaði pleisið á meðan ég er í burtu og ekki hleypa neinum ókunnugum inn...

Sævar Jökull Solheim sagði...

Rólega vinnu hvað Villi? en jú, spurning hvort maður laumi ekki inn "toppaðu myndatextann" bráðlega.
Já ég passa pleisið Kristín Björg, skil samt ekki af hverju allir eru að spyrja mig hvort það sé ekki gott að vera orðinn laus við áreitnina? :p