Aldrei hafði mannkynið verið svo hamingjusamt, mjöðurinn flaut um allt og allir voru nett kenndir, alltaf. Þessi mikla sæla leiddi hins vegar til þess að fólk fór að leggja minni rækt við trú sína. Tíminn sem vanalega fór í morgunbænir fór í að staupa sig í rétta gírinn fyrir daginn, í staðin fyrir að fara með borðbæn þá fékk fólk sér fordrykk og hrunið var í það á kvöldbænartímum. Þetta gramdis Guði mjög í geði, ekki hefði honum grunað að elskulegu manneskjuverurnar sínar myndu breytast í þvílík skrímsli við að nota gjöfina sem hann hafði svo örlátlega gefið þeim. Eftir að hafa hugsað málið í dágóða stund ákvað Guð að taka til sinna ráða. Hann skipaði svo fyrir að því meira sem hver maður drekkur af miðinum hverju sinni því mun ömurlegra mun þeim manni líða daginn eftir. Þessi aðgerð hins reiða guðs leiddi til þess að áfengissjúkri manneskjunni leið ömurlega með tilheyrandi uppköstum og ógeði í kjölfar mikillar drykkju.
Í þynnkuveikindum sínum fór manneskjan að ákalla guð sinn í miklu mæli og hækkaði trúrækni hennar umtalsvert. Guð var mjög ánægður með þessa breytingu en fannst samt gríðarlega átakanlegt að horfa upp á skepnurnar sem hann elskaði svo mikið þjást svo gríðarlega því ekki voru manneskjugreyin nógu snjöll til að drekka minna af búsinu. Svo erfitt fannst Guði að horfa upp á þetta að það fór að bera á samviskubiti hjá honum. Þegar samviskubitið var farið að naga hinn almáttuga alvarlega þá ákvað hann að hann yrði að gera eitthvað til að lina þjáningar mannsins, en þó á þann hátt að trúræknin myndi ekki minnka mjög mikið. Nú voru góð ráð dýr. Eftir mikla umhugsun fékk hann snilldarhugmynd, hugmynd að gjöf til mannsins til að lina þjáningar hans. Guð gaf manneskjunni þynnkudrulluna.
Nú voru allir glaðir, maðurinn gat drukkið sig út úr kortinu og skemmt sér konunglega, vaknað svo daginn eftir og eytt töluverðum tíma í að líða ömurlega og ákalla guð sinn, taka svo þynnkudrulluna og líða töluvert betur á eftir... allir sáttir! Amen
úfffff.... þvílíka kjaftæðið
var b.t.w skrifað í átakanlegri þynnku
Í dag, þann tuttugasta og annan nóvember á burri afmæli... og er hvorki meira né minna en tveggja ára.


Nýja Sálarplatan, klárlega ekki þeirra besta verk en þeir standa nú bara alltaf fyrir sínu blessaðir og mörg fín lög á þessum disk og textarnir góðir eins og oftast. Sagt er að þeir leiti öðru fremur uppruna síns á þessum disk... ekki veit ég hvurn djöfulinn það þýðir nú. En mæli alveg með "Undir þínum áhrifum" og gef þeim 4 í einkunn.
Írafár gaf út samnefnda plötu. Ég gengst fúslega við því að kallast Írafár aðdáandi. Samstarf þeirra Vignis og Þorvalds bjarna skilar sér í virkilega góðum lögum sem gerir bandið tvímælalaust að besta poppbandi landsins. Ég hef verið nokkuð hrifinn af diskum þeirra hingað til en held svei mér þá að þetta sé sá besti. Ég held að allir sem eru núna að hugsa "piff... hlusta ekki á svona gelgjutónlist" ættu að gefa þessum disk séns og hlusta á hann einu sinni... þau eru nefnilega ekki ennþá að spila því að ég hef fingur því ég vil bara vera ég, vera ég sjálf.
Bubbi stendur að sjálfsögðu undir væntingum og gefur ekki út eina leiðinlega plötu heldur tvær. Ég hef nú ekki verið mikið fyrir Bubba í gegnum tíðina (það hefur ekkert með fordóma mína gegn sköllóttum að gera) en hann hefur átt sína góðu spretti en hann sýnir undantekningalítið þá spretti ekki á þessum plötum, "fallegur dagur" er ein af fáum undantekningum á leiðinlegu og allt að því barnalegu gauli.
