Ég er svo langt frá því að vera eitthvað morgunglaður maður en mér fanst hreinlega hrikalega ljúft að koma út í rigninguna í morgun.
jæja... farinn að blogga um veðrið og svona... alltaf í boltanum
Villi, aka Vilhjálmur, aka Simbi, aka Vilfreð, aka Villi í Idol, aka Bon Jovi á afmæli einhverntíman á næstunni held ég. Hann ætlar allavega að halda upp á það heima hjá mér á morgun þar sem mér skilst að ölvun verði í hávegi höfð og iðkuð af kappi. Ég hlakka til!
Í tilefni af því hef ég ort ljóð um minn kæra félaga
Villi litli ofurtilli
Spáskur á svip og dularfullur
á morgun er þitt afmæli(lli)
þá verður þú sko rosa fullur
Annar og þó nokkuð myndarlegri drengur á hins vegar afmæli í dag.
En það er hann nafni minn Snær og verður hann þriggja ára gamall og ætlar hann, líkt og Villi, að halda upp á herlegheitin á morgun... Mér skilst að það verði ekki jafn mikil áhersla á ölvun í þeirri veislu... Ég hlakka samt til!
