fimmtudagur, október 12, 2006

Hvernig kaupa skal gos á hálftíma

Í gær varð ég þyrstur í gos og ákvað að fara í sjoppuferð sem undir venjulegum kringumstæðum er 6 mínútna process...
en ég semsagt...
1. fór úr vinnunni og niður í sjoppu, fattaði við innganginn að kortið mitt var í bílnum
2. labbaði upp í bíl en þegar að bílnum var komið fattaði ég lykillinn var ennþá á skrifborðinu í vinnunni
3. labbaði upp á skrifstofu og sótti bíllykilinn
4. labbaði niðrí sjoppu og tók flöskuna úr kælinum
5. var að fara að borga flöskuna þegar ég fattaði að ég fór aldrei í bílinn að sækja kortið mitt
6. labbaði aftur upp í bíl og sótti kortið
7. labbaði niður í sjoppu og keypti mér pepsi max
8. labbaði sæll og glaður aftur í vinnuna og fattaði á leiðinni að ég var með þúsund kall í vasanum

Stundum getur maður verið illa utan við sig

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Betra að rölta bara 2 mínútum lengra og fá pepsi í ískápnum hjá Simba og junior..leyfi mér að stinga upp á ölvun um helgina?

Bibba Rokk sagði...

Muhahahahaha.......þetta er bara fyndið :) snillingur Sævar, snillingur

Nafnlaus sagði...

ert ekki að grínast, þetta eru svona hlutir sem mér er sagt að maður segji ekki nokkrum manni frá