Ég er svo langt frá því að vera eitthvað morgunglaður maður en mér fanst hreinlega hrikalega ljúft að koma út í rigninguna í morgun.
jæja... farinn að blogga um veðrið og svona... alltaf í boltanum
Villi, aka Vilhjálmur, aka Simbi, aka Vilfreð, aka Villi í Idol, aka Bon Jovi á afmæli einhverntíman á næstunni held ég. Hann ætlar allavega að halda upp á það heima hjá mér á morgun þar sem mér skilst að ölvun verði í hávegi höfð og iðkuð af kappi. Ég hlakka til!
Í tilefni af því hef ég ort ljóð um minn kæra félaga
Villi litli ofurtilli
Spáskur á svip og dularfullur
á morgun er þitt afmæli(lli)
þá verður þú sko rosa fullur
Annar og þó nokkuð myndarlegri drengur á hins vegar afmæli í dag.
En það er hann nafni minn Snær og verður hann þriggja ára gamall og ætlar hann, líkt og Villi, að halda upp á herlegheitin á morgun... Mér skilst að það verði ekki jafn mikil áhersla á ölvun í þeirri veislu... Ég hlakka samt til!

11 ummæli:
Nafni þinn er sko algjör rúsína, eins og þú :) Til hamingju með hann. Og til hamingju með afmælið Villi tilli....
Nei sko.. sæti frændinn. Heyrðu ég get komið með þér í mínum búning sem þú og Barði gáfuð mér og hann í þessum búning og þá erum við svona ofurhetjugengi.
úbber úbber ninja turtulles ;)
Það sem maður gerir ekki fyrir börnin, því þau eru jú framtíðin ;)
Til hamingju með Sævar litla...knúsaðu hann frá mér! Eins gott að þú gefir honum STÓRAN pakka...enda uppáhalds frændinn...
Gefðu mér líka stóran pakka!
Takk f/kvæðið, og partýið og allt!
Let´s rock this joint!!!
á ekkert að blogga mar!
Á ekkert að fara drullast til að blogga, ég líð ekki svona Þrjósku að blogga bara á föstudögum. Þetta er bara rugl.
já... af því að þið tveir eruð svo gríðarlega duglegir að blogga :P
Annarra manna sinnuleysi afsakar ekki manns eigin leti... bloggaðu Burri!
Er ekki rétt að þú bloggir aðeins og segir í löngu máli frá afmælisveislu sjóhetjunnar??Voru engar mellur??
Bloggaði nú góri min
kv Anna á Hesteyri
Bloggaðu Sævar, svo þú verðir stór og sterkur líkt og ég
Daddi Herberts
Skrifa ummæli