mánudagur, október 09, 2006

Nýr liður: Villi vs Valdi

Um leið og ég þakka Villa og Valda fyrir skemmtilegar og málefnalegar rökræður þá vil ég tilkynna að nýr, fastur liður er að hefjast hér á burri.blogspot.com.
Liðurinn heitir einfaldlega Villi vs Valdi en margir hafa líkt þeim kumpánum við Hannes og Mörð.
Í þessum lið munu þeir Villi og Valdi takast á við hin ýmsu mál þjóðfélagsins á sinn sérstæða og málefnalega hátt. Öðrum lesendum er að sjálfsögðu frjálst að taka virkan þátt í umræðunum.

Umræðumálið að þessu sinni er eftirfarandi:
Eru sjómenn hetjur þessa lands?

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það Sævar.

Nú, ég vil byrja á að segja að ef einhverjar spurningar eru um þennan málflokk þá er bara að varpa þeim fram.

það hefur alltaf legið fyrir í íslenskum sjávarplássum hverjir nytu mestrar virðingar ungra og uppvaxandi stráka. Það var vitaskuld poppstjarnan og íþróttahetjan. En fremstur í röðinni var samt skipstjórinn. Hann var hin raunverulega fyrirmynd. Þeir eru sennilega ekki margir íslensku strákarnir sem upp hafa vaxið í nágrenni við sjóinn sem ekki hafa látið sig dreyma um að vera aflasæll skipstjóri á góðum báti.

Þótt atvinnulíf hafi snúist meir og meir um fjármál og bankana síðustu árin ber sjávarútvegur ennþá uppi stoð og styttur hagkerfi þessa litla lands. Og ber að nefna að af heildarútflutnings tekjum íslendinga er sjávarútvegur næstum 50%.

Því megum við þakka fyrir við Íslendingar! að eiga þessar fimbulhraustu hetjur sem óttast ekkert að sækja auð í hafdjúpin án þess að depla auga svo við hin getum lifað áhyggjulausu lífi í landi.

Appelsínugúmmíklædd hraustmenni sem fórna sjálfu lífinu til að draga björg í bú og tryggja almenninngi í þessu landi viðunandi lífskjör.

Mikið eigum við gott að eiga slík ofurmenni að.

Húrra fyrir hetjum hafsins! Húrra, húrra, húrra, húrra!


efni í pistil sótt úr ýmsum áttum..

Nafnlaus sagði...

ÞETTA ER ÞAÐ MESTA BUL SEM AÐ ÉG HEF NOKKURNTÍMAN HEYRT. HÆTTU SVO ÞVAÐRA UM HANN AFA ÞINN villhjálmur.
Sjómenn er deyjandi stétt. Hún verður bráðum bara Gangstétt (Bjarni Alla HNNAAAAA HNAAAA)
Héf áður fyrr voru sjómenn hetjur en í dag tilast þeir bara venjulegir verkamenn og eru á þokkalegum launum við það.
Þessi unaðslegi pistill er frá Sigurði Ragnarsyni sóknaprest úr norfjarða Prestakalli.


Sorry Bibba Þú rockar. HEils handa þér :-)

Nafnlaus sagði...

Sæll Valdi minn og gaman að sjá að þú ert vaknaður, ertu nokkuð annars byrjaður að vinna?

Þetta þykir mér léleg rökfærsla,
því við vitum öll að þú sjálfur hefur alltaf þráð að verða sjómaður. Hví annars væriru alltaf að reyna að fá að vera með í bátadeildinni í björgunarsveitinni. Málið er einfaldlega það að þú hefur ekki kjark sjálfur til að stunda sjómennsku og þess vegna þarftu að gera lítið úr henni og láta aðra stunda hana fyrir. Það þykir mér miður Hannes minn. Sjómennskan er reyndar ekki deyjandi stétt því að í haust skráðu sig á fyrsta ár í stýrimennsku 30 fleiri heldur en árið áður. Hins vegar hefur sjómennskan breyst mikið í gegnum aldanna rás víst er það. En það hafa líka aðrar stéttir gert, Þú situr jú á rassgatinu og spilar á tölvustýringu á gröfunni Valdi minn en í gamla daga var jú bara notað skóflu ekki satt ?

Ég skora á þig Hannes að stíga skrefið nú loks til fulls og sækja um á sjóinn, reyna að gera úr þig manni.

Takk fyrir.

Nafnlaus sagði...

Það er langt síðan að ég varð að manni. er ekki komi tími til að þú hættir þessu sjóara rugli drullist í land reynir að gera eitthvað annað en að slá heimsmet í gervihnattar og dvd glápi og áti. Og þetta með bátadeildina, mig hefur langaði aðeins að vera með hana í 1 ár. Svo er ég í bátadeildinni til að hirða ykkur SJóararæflanna uppúr hafinu þegar að þið hafið strandað á einhverju skerinu eða verið svo fullir að þið hafið silgt á hvorn annan eða sokkið vegna ofhleðslu. og reyna svo að verja þetta með því að segja að það hafi 30 fleiri skráðsig í ár en í fyrra, Senniega skýring er að þessir 30 umfram sjólingar hefa verið í slæmum árgangi t,d.1982 og 1983.
Og hef aldrey þráð að vera sjómaður. þetta verður allt orðið sjálvirkt eftir 5-10 ár. og þá verður öllum rónum íslands hent í land.
Það þýðir ekkert að vera svektur þó þú hafir ekki Verkvit í að stjórna vinnuvélum. (svo er það mjög hart) í stað þessa að glápa á dvd 24/7.

Með fullri virðingu og von um að þú skiljir þetta (Rakel) fljótlega

p.s. Ég skora á þig Mörður að stíga skrefið nú loks til fulls og reyna að verða að manni.

Hannes

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttulega algjörlega út í hött, hvaða hálfvita dytti í hug að láta einhvern sem aldrei hefur migið í saltan sjó stjórna björgunarbát, og ég veit nú ekki betur en að þú sért sjóveikur í þokkabót! Víst verða slys á sjónum eins og í landi, það getur til dæmis komið fyrir að það fari sundur kapall þegar þú kraflar með gröfuna eitthvað út í bláinn, nú eða farið í sundur lögn svo flæði út um allt(eyðileggja stofugólf í sumum tilvikum). ÉG sjálfur hef nú blessunarlega sloppið við allan háska enn sem komið er. Og ef að sjómenskan á að verða sjálfvirk eftir 5 ár þá held ég að það mætti nú fara reyna að finna einhverja lausn á því, það mætti þá kanski gera gröfurnar og vörubílana sjálfvirka líka. Og kanski mætti gera þig sjálfvirkan líka svo þú myndir nú kannski hætta þessu væli endalaust og reyna að gera eitthvað.

vil hér með hvetja þig til að hætta í gröfuleik í katta sandkassanum með match box bílana þína og koma eina nótavertíð, reyna gera gott úr því sem orðið er!

og auk þess hvet ég fólk til að skoða myndasíðuna hans Hannesar þar sem hann gortar af því að fá að taka í Hafbjörgina NK

Nafnlaus sagði...

Ætli ég hafi ekki migið oftar en þú í saltan sjó, Bara í gegnum holræsakerfi Fjarðabyggðar. Svo verð ég nú ekki sjóveikur ekki frekar en þú. Og svo er það miklumeira gefandi að vinna á vinnuvélum en útá sjó, þar þarf mað stanslaust að vera á tánum eins og þú veist nú mannabest(getur nú varla keyrt bíl þegar að þú kemur í land, ert held ég búinn að klessa allabílanna þína eða gera þá vélalausa). Reyndu svo ekki að ljúa þig útúr því að þú hefir ekki komist í hálka, Hvernig var þetta aftur á seyðisfirði þegar einhver "sofnaði" á verðinum og munaði ekki miklu að það yrði árekstur á milli 2 skipa. og þegar að ákveðinn aðilli Gataði 1 bát björgunarsveittarinnar og ákvað svo að tína honum.
Svo er Vélavinnan það flókin að það verður ekki hægt að gera hana sjálvirka eins og þessi Siglandi frystihús.
Og þetta með Nótarvertíðina þá finst mér ég hafa sloppið ágætlega hjá því að verða alkahóllisti eins og þú og þínir starfsbræður. svo finst mér það ekki nógu Metnaðarfullt starf að vera sjómenni.
svo þarf ég nú ekkert að gort mig neitt af Hafbjörginni, Mér voru færðar þessar myndir þar sem mér var einfaldlega sagt að sigla henni. En þú trúir því sennilega ekki en það er mitt mál. svo langar mig nú að benda þér á það svo þú getir nú hætt að berja hausnum upp við steinn að Nýju göturnar á bökkunum Mokuðu sig ekki sjálfar. En það var nú bara stórvinur minn Þorvaldur Einarsson sem að mokaði þær. og lagði lagnirnar líka.
Svo held ég að það sé kominn tími til að þú hættir þessu væli þú sem er ekki einusinni útivinnandi (ekki nema að þú teljir þessa skúritasvinnu sem vinnu) það finst mér allavega ekki eftir 4 daga reynslu.
Og auvitað verð ég nú að svara í sömu mynt og hverja alla að skoða Mynda síðu Marðar þar sem að hann getur kanski sýnt glóður augað sem að ha fékk frá fyrrum skipsfélaga.

En finst mér ég ekki hafa mikið meira að segja um þessa umræðu sem að Burrinn kom hér af stað. ekki nema þá að hún hafi breyst í einhverja Umræðu um vörbílstjóra og Gröfumenn, En það var alls ekki spurninginn held ég.
en hún var: Eru sjómenn hetjur þessa lands?
Mitt Loka svar í þessari umræðu: Aðsjálfsögðu
EKKI

Nafnlaus sagði...

Ég held að þetta sé málefnilegasta og mest spennandi umræða sem ég hef lesið ! Minnir mann á einvígi Shaq og Zo um árið

Nafnlaus sagði...

Ég rétt komst í gegnum þessa ritvillu hjá þér Hannes minn. Við vitum auðvitað ekkert hvort að þú ert sjóveikur eða ekki það er rétt, því þú hefur auðvitað aldrei farið út á sjó. Meira gefandi að vinna á vinnuvélum já, sko málið er það að gröfuvinna er bara vinna, vinna eins og hver önnur lúaleg og venjuleg verkamanna vinna. Sjómennska er aftur á móti lífstíll. Það er ekki fyrir hvern sem er að vera út á sjó vikum saman án þess að hitta fjölskyldu. Og ég veit fyrir víst að þennan lífstíl gæti þú aldrei tileinkað þér þar sem þú þarft mikla ást og mikla umhyggju Hannes minn. Þarft að vera hrókur alls fangaðar hvar sem þú kemur. Ég minnist þess eigi að neinn hafi sofnað á verðinum á seyðisfirði en aftur á móti var um ölvunar tilvik að ræða og var það tjáð þér í fyllsta trúnaði en er nú komið á öldur ljósvakans hér á burra blogginu. Ég sé vel afhverju þú berð saman sjómennsku og , alkahólisma... það er einfaldlega vegna þess að það sem þú ert er akkúrat andstæðan, landkrabbi og hænuhaus. Þér voru nú ekki færðar þessar myndir því að ég tók þær nú sjálfur og þú grátbaðst um að fá þær. Svo er ég mótfallinn því að fólk sem kunni ekki góð skil og siglingafræði og stöðugleika eigi að fá að sigla skipum, hvað þá björgunarskipum. Getur bara verið heima í bátaleik í baðinu sínu. Nei það er rétt hjá þér að nýju göturnar á bökkunum mokuðu sig ekki sjálfar, ég var nú svoldið að brasa þarna útfrá í sumar í grunninum hjá karli föður en minnist þess nú ekki að hafa séð þig á gröfu þar. Og gott vel ef ég hef bara nokkurn tíman séð þig á vinnuvél yfir leitt!! Nei ég er ekki útivinnandi rétt er það. Ég er í skóla en þú veist auðvitað ekki hvað það er... en þrátt fyrir að vera í skóla get ég séð fyrir konu og barni á meðan hún er í barneignafríi. Það gæti ég ekki nema hafa verið á sjónum í sumar. Þú vanst hjá securitas í 4 daga já, það voru reyndar bara 2 dagar og svo nenntiru ekki meir ... og ég sem hafði mikið fyrir því að redda þér þessari vinnu. Ég vil því enda þessa umræðu á að ítreka hvað þessi appelsínugúmmíklædd hraustmenni sem fórna sjálfu lífinu til að draga björg í bú og tryggja þér og þínum viðunandi lífskjör eiga mikið meira og betra skilið en að litlir vesælir eymingjar séu að lasta þá. Án sjómanna væri ísland ekki mikið land og það vitum við öll.

Og til að gefa lokasvar á þessa umræðu; Eru sjómenn hetjur þess lands. Að sjálfsögðu! ekki er Jón Ásgeir það? En eitt er víst ; þú ert engin Hetja Hannes minn!

Nafnlaus sagði...

Það er nú gott að þu skulir aldrey getað verið með staðreyndir á hreinu. Það er snnilega vegan ofurölvunar. En svona er nú minnmáttarkendin sterk hjá ykkur Mjófirðingum og ekki það fyrir að þú skulir eiga íslandsmet í því að fara í fýlu bæði innann og utandyra og utanlands. Svo myndi ég ráðlegja þér kynna þér hluti áður en þú ferð að tjá þig um þá. En njóttu Dalatanagafýlunar vel með konuni þinni og nýbökuð barni.
auðvitað er jón ásgeir hetja. Og langar mig að enda þennan sandkassaleik þinn á sömu orðum og þú endaðir Þú ert ekki og verður aldrey Hetja Mörður(Villi).

Nafnlaus sagði...

Ég er farinn í fýlu

Nafnlaus sagði...

Hehe bærileg umræða!! verður að hafa þetta oft á dagskrá!

Nafnlaus sagði...

I inclination not acquiesce in on it. I assume warm-hearted post. Particularly the appellation attracted me to review the sound story.

Nafnlaus sagði...

Amiable dispatch and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Thanks you seeking your information.

Nafnlaus sagði...

Opulently I to but I about the brief should acquire more info then it has.