miðvikudagur, október 11, 2006

Umræðu lokið

Þá hafa bæði Valdi og Villi sagt sitt síðasta í þessari mögnuðu, æsispennandi og hámálefnalegu umræðu.
Þessi nýi liður tókst vonum framar og dagljóst að hann verði tekinn aftur upp áður en langt um líður.
Ef þið hafið ekki nú þegar lesið kommentin við síðustu færslu þá gerið það endilega núna og kjósið hér til hægri hvor stóð sig betur.

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir bræður eru bara eins og cherriosauglýsingin forðum daga."Mér finnst bæði betra".

Það sem kemur mest á óvart er hvað þeir eru málefnalegir og víðsýnir. Það sést ekki langar leiðir að þeir séu aldir upp á sjávarplássi.:)

Bibba Rokk sagði...

Ég veit ekki hvort maður eigi að vera að segja frá þessu, en á síðasta ári var í fyrsta sinn sem ein atvinnugrein fór fram úr sjávarútveginum varðandi það að skilja tekjum í ríkiskassann, þannig að í dag er fjármálastarfsemi sú grein sem skilar mestu fyrir þjóðarbúið. Þannig að gamla góða tuggan um að sjómennskan héldi landinu gangandi gengur ekki lengur.......

Nafnlaus sagði...

Já en bibba mín, það er ekki bara hægt að horfa á peningana. Það er líka atvinna fyrir fólkið. Og þá er ég ekki bara að tala um gömlu kellingarnar í frystihúsunum því að það er margt annað sem spilar inn í eins og t.d. flutningur á afurðum, sala og allt niður í litlu stelpurnar sem raða fisknum í fiskborðið í búðinni. Svo engar svona Ómars Ragnarsonar brandar hérna takk.. umræðu lokið

Nafnlaus sagði...

Það er rétt Bibba. Það er nátl.. fráleitt að þetta sé einhver Ómars Brandari.

Nafnlaus sagði...

En hvernig komst fjármálageirinn á legg? hvað hefur haldið okkar þjóðarbúi uppi áður en fjármálafyrirtækin tröllriðu öllu?

Nafnlaus sagði...

ÞAð var durex og Tónlistin mín

Nafnlaus sagði...

Þetta er frábær umræða og frábær liður hjá Burranum!
Góð spurning Terten, hvernig komst fjármálageirinn á legg? Jú, hann komst þannig á legg að það þurfti að auðvelda peningaviðskipti og efla atvinnuvegi. Þannig var t.d. stofnaður banki árið 1904, Íslandsbanki hinn eldri, sem fékkst mikið við fjárfestingar á íslenskum togurum.

Þið getið svo endalaust rökrætt það hvort það voru bankarnir sem drifu áfram sjávarútveginn, eða hvort það voru togararnir sem drifu áfram fjármálageirann...

Bibba Rokk sagði...

Mér finnst sjávarútvegurinn og fjármálastarfsemin bara bæði best. Mun betra að hafa 2 stórar atvinnugreinar heldur en að treysta sig bara á eina. Enda ekki hægt að treysta á fiskinn endalaust, né heldur peningana.....

Nafnlaus sagði...

Sjávarútvegur er að skila einhverjum 10-11% af vergri landsframleiðslu og það fer sífellt minnkandi þannig að sjávarútvegurinn er engin undirstaða lengur. Það má nefnilega ekki eingöngu horfa á útflutning á unnum afurðum, hvort sem er fisk, lambakjöt, ál eða whatever, því peningarnir eru ekki að koma þaðan lengur. En sjómenn verða væntanlega alltaf hetjur í sjávarplássunum þó við borgarbörin vitum betur og horfum á Smallville..

Nafnlaus sagði...

Nú er ég enginn viðskiptafræðingur en veit þó samt að þjóðhagsreikningar mæla eingöngu þann virðisauka sem skapast í hverri atvinnugrein fyrir sig en taka hvorki tillit til tengsla við aðrar atvinnugreinar né margföldunaráhrifa. Sem er einmitt það sem ég var að reyna að koma inná í umræðunni hér fyrir neðan. En það er auðvitað allveg sama hvað er sagt við blessuð borgarbörnin. Þau skilja ekki neitt hvort eð er.