mánudagur, apríl 25, 2005

Ég er spegilmynd af þér...

Við þremenningarnir á myndinni brugðum undir okkur betri fætinum og hinum líka og skelltum okkur heim í Búðardal á laugardaginn. Tilefnið var ball með Sálinni. Ég hef aldrei komið í Búðardal áður, í raun hefur maður nánast ekkert komið í bæi sem ekki liggja við hringveginn. Þar af leiðandi hélt maður að sjálfsögðu að maður væri á leiðinni á hjara veraldar þar sem maður myndi ekki hitta neina nema lopapeysklædda molbúa og ungar heimasætur sem myndu bráðna þegar þrír ungir myndarlegir utanbæjarfolar kæmu á öðru hundraðinu á nýþvegna BMW´inum inn í bæinn.
Raunin varð nú önnur... ekki sá ég neinn í lopapeysu og ekki féllu stúlkurnar fyrir okkur, svo mikið er víst. En það sem verra var, nýþvegni bíllinn hans Óskars fékk í sig spark frá óprúttnum fávitum svo af hlaust tug- ef ekki hundruð þúsunda króna tjón. Ég vona að dreifing litlu ljótu lirfunnar á 100.000 heimili á næstu dögum eigi eftir að skila sér í ögn meiri umburðarlyndi en gengur og gerist í dag!
En að öðru leiti var þessi ferð og þetta ball alveg frábær, maður hitti fullt af skemmtilegu fólki og það þarf varla að taka það fram að Sálin var algjör snilld.

Það eru að sjálfsögðu komnar myndir frá helginni á myndasíðuna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilldarmyndir!
Samt glatað að einhver skyldi sparka í bílinn hans Óskars :/

Bibba Rokk sagði...

flottar myndir maður :) geggjað að hafa alltaf myndavélar á djamminu, fá að vita hvað maður gerði af sér og svona. En leitt með bílin hans Óskars.

og hey -VEGAS BABY-