fimmtudagur, apríl 14, 2005

"Hvað eruð þið að gera í bænum?"

Ég held að allt dreifbýlispakk, eins og ég, sem býr í Reykjavík kannist við þær ferlega leiðinlegu aðstæður sem svo oft koma upp þegar maður er á röltinu í Kringlunni.
Nánast undantekningalaust hittir maður þá á sveitung sinn, í mínu tilfelli norðfirðing, en það vita jú allir að á svo litlum stað "þekkja" allir alla.
Það versta við þetta er að í flestum tilfellum er maður að hitta fólk sem maður, undir vejulegum kringumstæðum á röltinu á Norðfirði, myndi ekki heilsa, eða í mesta lagi að nikka kurteisislega. Nema hvað... þar sem viðkomandi er frá sama stað og maður sjálfur þá einhvernveginn sogast maður að þeim, eða þeir að manni þrátt fyrir að maður streitis á móti... og svo hefst samtalið.
-hann- Blessaður
-ég- Nei, sæll og blessaður, þú hér? (góð spurning snillingur)
-hann- Jájá, maður verður að kíkja í búðir með konunni (báðir hlægja tilgerðarlega)
Svo kemur spurningin óhjákvæmilega
-ég- Hvað er svo verið að gera í bænum?
-hann- Bara svona rétt að skreppa, kíkja í fermingu hjá frænku konunnar (eða bara eitthvað álíka vitlaust)
-ég- Jájá
Svo kemur næsta óhjákvæmilega spurning
-hann- Hvað segir þú, ertu ekki alltaf í skólanum?
Hvað ætti hann svosem annað að segja greyið, veit líklega ekkert um mig nema að ég er í reykjavík í skóla
-ég- Ha nei, ég kláraði nú síðasta vor skoh
-hann- Núnú, ertu að vinna þá
-ég- Ha já... eða nei eða sko...
Og þarna kemur ástæðan fyrir því að mér finnst þessar aðstæður sérstaklega leiðinlegar, þ.e.a.s. útskýringin á því hvað maður er að gera í lífinu... fyrir utan það er viðmælandanum öruglega skítsama, hann var bara að spurja að einhverju til að halda uppi samræðunum sem honum fannst öruglega jafn leiðinlegar og mér...
-ég- Ég var sko hjá Umferðarstofu frá útskrift fram að jólum og í aukavinnu í félagsmiðstöðinni. Svo eftir áramót þá ætlaði ég að taka mér smá tíma og skoða hvað var í boði þannig að ég var bara í félagsmiðstöðinni. Svo þegar svolítill tími var liðinn þá ákvað ég að sækja um að fara í vinnu erlendis þannig að ég beið með atvinnuleitina innanlands en var samt enn í félagsmiðstöðinni að sjálfsögðu. Nú er ég búinn að sækja um að komast út og er í þessum töluðu að skoða það sem í boði er en það er ýmislegt og ég þarf bara að velja, líklegast er að ég fari í þróunarstörf til Asíu, S-Ameríku eða Austur Evrópu. Ætli ég fari ekki út á tímabilinu maí til júlí og stefnan er að vera í svona hálft ár. Svo er nú planið að..... hvað ertu að gera?!?! ertu að geispa? nei ekki fara!!... hey! bíddu... ég var ekki búinn! komdu aftur!!! ég veit hvar þú átt heeeeiiiimaaaaaaa......

Þess má reyndar geta að ég lendi ekki lengur í þessum aðstæðum þar sem ég er orðinn býsna vel þjálfaður í því að ganga bara hratt og ákveðið framhjá fólki og segja ákveðið og frekar kuldalega "hæ!" og rjúka svo í burtu... svo fer ég reyndar mjög sjaldan í Kringluna nema þá til að fara í ríkið og ég get labbað þangað með lokuð augun, sem kemur sér mjög vel við svona aðstæður.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvernig væri að taka
hhhhæææææææææ-ið sem við Bibba ætlum að nota í vegas, svo fólk sjái pottþétt að við séum klikk!!! Þá þarftu örugglega ekkert að heilsa þessu liði aftur:)
Kv
Matta

Sævar Jökull Solheim sagði...

Það er reyndar góð hugmynd prufa þetta næst!
HHHÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJJJJ

Dillibossi Knúdsen sagði...

hehe sko ánægð með það að þú ert farin að blogga aftur... en já við vorum einmitt að tala um þessar leiðinlegu aðstæður hérna upp í skóla um daginn.. þetta verður nákvæmlega svona þegar maður hittir sveitunga sína.. ég segi samt alltaf vinalegt HÆ en segi svo í kjölfarið að ég sé voða mikið að flýta mér og hafi eiginlega bara ekki tíma..stressið í reykjavík þú veist :o) hehe þetta verður samt pínu vandræðalegt ef maður sest niður á kaffihúsi og þetti sveitungi manns labbar framhjá... :o/