fimmtudagur, apríl 28, 2005

Fréttir af utanlandsferð...

Ég býst við að flestir sem þetta lesa vita að ég er á leiðinni eitthvað til úglanda í gegnum samtök sem heita AIESEC en svo skemmtilega vill til að ég var formaður þessara samtaka 2001-2002.
Fyrir þá sem ekki vita þá var planið að fara í starf til Asíu, S-Ameríku eða austur Evrópu, líklega eitthvað þróunarstarf.
Eftir að hafa skilað inn umsókn sem svo var sett í gagnagrunn með það í huga að koma mér saman við fyrirtæki/samtök sem henntar mér þá er staðan sú að ég er kominn í samband við AIESEC í Serbíu sem hafa komið umsókn minni til fyrirtækis þar í landi. Þetta fyrirtæki heitir Montecco INC. og myndi ég starfa í markaðsdeildinni hjá þeim en hlutverk mitt yrði eftirfarandi:

1) Marketing planning and research (weekly, monthly, quaterly).
2) Developing PR activities of a company or brand.
3) Developing Advertising campaign of a company or brand.
The main result/achievement expected is a developed complete PR and advertising campaign of company or brand approved by a real customer.


Ég vona að ég fái svar frá þeim sem fyrst... vonandi jákvætt, en ef það verður neikvætt þá er bara málið að finna eitthvað annað, mun að sjálfsögðu segja ykkur frá gangi mála.

Þá er það komið á hreint og enginn þarf að spurja mig að þessu í bili...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uss, Serbía og A-Evrópa... spennandi slóðir. Þetta er magnað :)

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta er tær snilld!!!

Fanny sagði...

Jebb. Þá er þetta komið á hreint. Vil ekki að þetta verði að umræðu hérna á heimilinu fyrr en nýjar fréttir séu....

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já... þetta hljómar vel. Vonandi að þetta verði jafn spennandi og þetta hljómar.
Við þetta má svo bæta að ég verð í fullri vinnu hjá Umferðarstofu fram að brottför :)

Bibba Rokk sagði...

Geggjað Sævar, við Matta sendum góða strauma frá VEGAS BABY (heitir hún ekki annars baby líka?)

Vantar samt alveg að hafa þig hérna núna, hefðum getað skemmt okkur þrusu vel saman hérna öll þrjú :)

Nafnlaus sagði...

Er hægt að fá e-ð update á djammi helgarinnar kannski líka? ;)

Sævar Jökull Solheim sagði...

jájá... það hlýtur að koma að því