miðvikudagur, apríl 20, 2005

Gefðu þeim blóm

"Logi Bergmann og Inga Lind... Saman í badminton" -Hver getur staðist að kaupa blað sem hefur svona fyrirsagnir!?!? ég er allavega farinn út í búð að kaupa séð og heyrt!

Var að hlusta á þáttinn hjá Hemma Gunn á Bylgjunni á sunnudaginn en þar var Hörður Torfa í viðtali og hann spilaði líka nokkur lög. Hingað til hefur mér fundist Hörður Torfa hundleiðinlegur en það breyttis svolítið eftir að hafa hlustað á þennan þátt. Hann á nokkur helvíti fín lög en það var sérstaklega eitt sem mér fannst frábært en textinn í viðlaginu var á þessa leið:

-Gefðu þeim blóm.
-Gefa þeim blóm ?!
-Já, gefðu þeim blómavönd og rúsínupoka með hnetum.

Þetta lag flutti hann semsagt frábærlega þarna í þættinum, ekki veit ég hvort það sé jafn skemmtilegt á plötunni en ég ætla mér að komast að því og hvet ég sem flesta að tékka á þessu lagi, en eftir nánari eftirgrennslan komst ég að því að lagið heitir Karl R. Emba.
Talandi um Hemma Gunn... Ég ætla að gerast svo nördalegur að fara með Bibbu, Möttu og einhverjum fleirum á upptökur á "Það var lagið" á morgun, miðvikudag. Ég er nú bara soldið spenntur :)
Svo er bara næsta skref að fá að vera í salnum í "Fólk með Sirrý" en það er reyndar sýnt í beinni útsendingu og ég er ekki alveg tilbúinn í svo mikla prófraun. En í "Það var lagið" get ég alltaf bara staðið upp sagt "Hey! stopp... cut cut cut, ég var ekki alveg með rétta svipinn þarna þegar sýnt var skot af áhorfendum!" ... þannig að það er líklega fínt að byrja á þessum þætti áður en maður skellir sér á Sirrý.

Munið að kjósa í könnuninni ------->

Farinn að lulla... flísalagningar í fyrramálið

8 ummæli:

Bibba Rokk sagði...

Það verður sjúklega gaman já okkur á morgun.... ætla rétt að vona að það verði einhverjir hressir "gestir" og svo ætlum við að vita öll svörin... við megum sko hjálpa :)

Nafnlaus sagði...

Össs... hvað ég hlakka til að sjá þig í sjónvarpi! Þá verða fyrirsagnirnar í Séð og heyrt örugglega ,,Það var lagið Burri", eða ,,Burri og Sirrý, gefa fólkinu góð ráð".

Já, þú verður sko miklu meira en einhver áhorfandi!

Nafnlaus sagði...

Afsakid..en hvad er "tad var lagid"???, er Hemmi Gumm kominn med nyjan tatt...svei mer ta...
kv.bs

Nafnlaus sagði...

ó mæ god Sævar þessir þættir eru svo lame... alveg eitthvað fyrir þig!!

Fanny sagði...

Hey Olla.. Ekkert svona.

You go Burri.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Olla þú ert lame... þetta eru flottir þættir! ...og Hemmi er svalur. Skrýtið að Berglind skuli ekki hafa frétt af þessum þætti... hélt að það kæmi í heimsfréttirnar þegar Hemmi byrjaði með nýjan þátt.

Svo þakka ég líka Ólafi og Fanný fyrir mjög svo uppbyggileg komment :)

Nafnlaus sagði...

jujuj líst vel á þessa innreið þína í sjónvarpið.. spurning hvenar þú verður bara buinn að yfirtaka þáttinn.. en vil samt benda á það að hjalt urðum nú svo frægir einu sinni að fara í beina með sirrý..

Dillibossi Knúdsen sagði...

Kannski að ég kíki bara með ykkur.. er akkurrat á afingu í salnum við hliðina á þessum þætti.. það er verið að taka upp 1 þátt á dag að þessum þáttum og eru þeir núna búnir að taka upp 39 þætti... smá svona useless infó.. :o)