fimmtudagur, apríl 14, 2005

Liverpool í undanúrslit meistaradeildarinnar!

Maður er bara óstöðvandi í blogginu fyrst maður er byrjaður á annað borð. En í gær gerðist sá stórkostlegi atburður að Liverpool sló Juventus út úr meistaradeildinni með 0-0 jafntefli en fyrri leikurinn hafði farið 2-1 Liverpool í vil og er liðið þar af leiðandi komið í undanúrslit keppninnar.
Góðan árangur Liverpool í leiknum í gær má fyrst og fremst þakka frábærum varnarleik, en varnarmenn liðsins héldu leikmönnum Juventus algjörlega í skefjum. Góð innkoma Xabi Alonso í fjarveru Steven Gerrard var ómetanleg að ógleymdri frábærri stjórnun stjórans Rafael Benitez.
Þetta var stór dagur í sögu Liverpool, en núna er næsta verkefni að vinna Chelsea í undanúrslitum og svo annað hvort PSV eða Milan í úrslitum
Áfram Liverpool!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur vel!

Nafnlaus sagði...

djíses ég var ekki látin vita að þú værir byrjaður að blogga!!! kv Gleiðan