Fékk smá nostalgíukast í gömlu góðu teiknimyndunum og setti inn nokkur sýnishorn hérna... já og þemalögin :)
Þannig að nú getið þið greyin mín, sem þrælið ykkur út dag hvern í próflærdómi tekið ykkur smá pásu og hugsað aftur til gömlu góðu daganna þegar vinna og skóli var eitthvað sem maður hafði ekki allt of miklar áhyggjur af... hmmm... minnir á núverandi ástand hjá mér :)
Alli og Íkornarnir. Eitthvað svo hresst... og röddin svo frábær
ÞemalagKærleiksbirnirnir. Efast um að ég hafi viðurkennt að fíla þá á sínum tíma, svo hefur maður nú líklega horft á þetta eins og versti laumuhommi... staraaaaaa
ÞemalagSnöggur og Snar. Sjiiit þeir voru skemmtilegir, og nintendo tölvuleikurinn líka, full auðveldur samt, einn af þeim sem maður kláraði í fyrstu tilraun, eins og ducktales, Super Mario 2 ofl.
ÞemalagBrakúla greifi. Hrikalega svalur... Nanna var samt flottust! Sem svo oft áður þá sá okkar besti talsetjari, Laddi, um allar raddir. Minnir að þetta hafi alltaf verið á föstudögum á stöð 2, öðrum hvorum meginn við "eruð þið mirkfælin"
ÞemalagSögur úr andabæ. Obboslega skemmtilegir þættir... og ´theme´lagið eitthvað það besta sem gerist í teiknimyndabransanum... ógnardjarfar ævintýraendur úúú
ÞemalagBúrabyggð. Stórkostlega skemmtilegir þættir... voru á sunnudögum á RÚV. Sérstaklega gaman þegar þeir þurftu að fara út þar sem tröllin voru! Ekki séns að fara ekki í gott skap þegar maður hlustar á þemalagið!
ÞemalagHE-MAN. Prins Adam sjálfur, persónan sem ég dýrkaði og dáði... svo ekki sé nú talað um alla HE-MAN kallana sem maður átti. Enginn annar en master of the universe... stórkostlegt!!!
ÞemalagJimbó. Klárlega hressasta þota í heimi!
ÞemalagMask. Veit ekki hversu vinsælt þetta var á Íslandi, en þegar ég bjó í Noregi á sínum tíma þá var ég vitlaus í þetta!
ÞemalagPaddington. Sjitt hvað hann var svalur! Með marmilaðið alltaf... magnað
ÞemalagPósturinn Páll. Pósturinn Páll, Pósturinn Páll, Pósturinn Páll og köturinn njáll...
ÞemalagRaggy Dolls. Þetta fannst mér alveg frábærlega skemmtilegt... af einhverjum ástæðum
ÞemalagSkófólkið. Shoe shoe shoe shoe people. Stórkostlegir þættir þar sem allir eru skór! Passið ykkur þegar þið hlustið á þemalagið, maður fær það gjörsamlega á heilann!!
ÞemalagStrumparnir. Standa alltaf fyrir sínu... einhvernveginn minnir mig að þeir tengjast klámi á Íslandi. Hafð ekki einhver tekið klám upp á strumpaspólu sem hann var með á leigu... æ man það ekki... En Kjartan var samt mest töff "Ég hata strumpa"
Superted. Hrikalega svalur bangsi!!!
ÞemalagTurtles. Hvað voru þessir ekki flottir maður!!! Donatello, Michaelangelo, Raphael og Donatello... ussss... glæsilegir
ÞemalagThundercats. Thunder..Thunder...Thunder...Thundercats HOOOOOOOOOOOOOOO! Ég elskaði Thundercats... ekkert smá flottir, svo átti maður auðvitað fullt af Thundercats köllum, þeir voru með takka aftan á sem hreyfði á þeim hendurnar, mjög töff.
ÞemalagJæja... þetta var nú skemmtilegt! Góða helgi :)