föstudagur, desember 16, 2005

Úrslit og reglur

Góðir hálsar, það er föstudagur og 8 dagar til jóla. Ef það er ekki tilefni til að fá sér bjór þá veit ég ekki hvað.

Fyrsta umferð "toppaðu myndatextan" gekk framar björtustu vonum og ferlega gaman hversu margir drengir (já, engin stúlka tók þátt! -vona að úr því verði bætt næst) komu með stórskemmtilegan myndatexta. Það er því ljóst að keppnin er komin til að vera, í bili allavega.
En þá kom smá babb í bátinn, ég hafði svo gaman að þessu mest öllu að það reyndist nær ómögulegt að dæma hver vann... Óskar kom þó með lausn á þessu vandamáli og verða reglurnar um úrslit eftirfarandi:
Sigurvegari hverrar umferðar verður dómari í þeirri næstu, dæmi: sigurvegari í fyrstu umferð mun kommenta, eigi síður en á þriðja degi frá myndbirtingu annarar umferðar hver sigurvegari umferðarinnar er, sá sigurvegari mun svo vera dómari í þeirri þriðju og svo koll af kolli. Sjái dómari sér ekki unnt að kveða upp úrskurð á tilsettum tíma fellur það í skaut burra.
Einfalt :)
(aukaregla: sigurvegari senda mynd ásamt myndatexta á saevarjokull@gmail.com sem verður þá mynd næstu umferðar)

En, þá er bara að krýna sigurvegara fyrstu umferðar, en það var Orri Smárason. Orri er því kominn með eitt stig í "toppaðu myndatextann" og dæmir næstu umferð.

Næsta mynd kemur fljótlega

Annars er bara... æ nei, nenni ekki að skrifa meira í dag, ætla bara að fá mér öl eins og heiðursmanni sæmir
Góða helgi

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bærilegt! Ef þetta verður ekki til að hvetja landann til að koma sem oftast á burrabloggið...

Nafnlaus sagði...

Snilldar keppni! Virkilega hvetjandi.

Terten

Dillibossi Knúdsen sagði...

hahaha alltaf jafn sniðugur.. nú kemur fólk inn oft á dag bara til þess að kílja á allar breytingar.. talnaásinn á eftir að springa við þetta.. en bærileg keppni var víst aðeins of sein til að taka þátt í þetta skiptið en lofa að bæta úr því... :o)

Nafnlaus sagði...

VÚHÚ!