mánudagur, desember 05, 2005

So you think you can dance

Það var ferlega gaman að sjá hversu margir tóku prófið: Hvað veist þú um Sævar?, þetta var reyndar frekar erfitt þannig að góðar niðurstöður komu á óvart en það var nú samt töluvert af þeim, þótt allur gangur hafi nú verið á því.

En ég er ekki hér kominn til að tala um það sem jákvætt er... heldur ætla ég að sjálfsögðu að benda á hið neikvæða því það vita allir að til að byggja fólk upp þá á að hamra á því sem miður fer.
Það var nú allur gangur á því hvaða spurningar fólk var með rangar, merkilega margir héldu reyndar að ég myndi nenna að hlusta á Megas, sem er fráleitt. En hvað um það.
Ég setti inn eina spurningu í lokin sem átti að vera töluvert idiotproof, eitthvað sem allir vissu, svona til að hressa fólk við eftir slakt gengi.
Spurningin var: með hvaða liði heldur Sævar?
Það tókst nú samt tveimur yndislegum manneskjum að svara þeirri spurningu vitlaust sem er alveg magnað og fá Matthildur skvetta og Hugi frændi (sem bæði eru þekkt fyrir að hafa gríðarlega mikinn fótboltaáhuga) stórt og mikið hrós fyrir að þekkja mig ekki baun!! :)

Talandi um fótbolta...

Ferlega er nú gaman að vera Liverpool maður í dag!
-18 stig af 18 mögulegum í síðustu 6 deildarleikjum (og ekkert á leiðinni að hætta sigurgöngunni)
-komnir upp úr riðlinum í meistaradeildinni (enn einn meistaradeildarsigurinn nálgast :)
-Búnir að halda hreinu í sl. 8 leikjum eða síðan 25 september
-Crouch kominn á markalistann (nú verður ekki aftur snúið, watch out for the longest legs in the world)
-Kewell að verða sprækari og sprækari með hverjum leiknum
-Meiðslalistinn sjaldan verið jafn stuttur (ótrúlegt en satt)
-osfrv.

Já... lífið getur verið ljúft þótt það sé mánudagur!!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er ánægð að vera ennþá í topp 10...hefði samt viljað vera í topp 5 miðað við hvað ég hef þekkt þig lengi...en bíddu bara ég skal gera svona próf líka og sjáum hvað þú getur þar! ;)

Nafnlaus sagði...

Þið töpuðu samt fyrir Crystal Palace.

HA!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Ég mun vita allt um þig Heiða!

hehe... ef það er eitthvað komment sem ég var alveg viss um að fá við þessari færslu þá var það þetta frá litla Palace aðdáandanum.
En jújú, tap fyrir Palace var staðreynd en niðurlægingin var líka svo mikil að við höfum ekki fengið á okkur mark síðan! :)

Nafnlaus sagði...

Við spyrjum að leikslokum vinur(mr. tjélskí)
Annars gaman frá því að segja að þú veist álíka mikið um mig og ég þig þannig að það er hið besta mál. En ég var auðvitað með fótboltaspurninguna á hreinu. Þrátt fyrir að hafa getið af mér orð fyrir að hafa óbeit á þessari annars samkynhneigðu íþrótt, þá geri ég samt greinarmun á áðdáendum hverra liða fyrir sig og dæmi menn að sjálfsögðu eftir því.

p.s. Annars er ég með slúður um fyrrum sambýling þinn. Á ég að skella því hérna á bloggið bara eða?

Simbath Sæfari

Nafnlaus sagði...

sko mér fannst þetta próf ósanngjarnt og var bara komin í óstuð þarna í lokin...svo til að hafa það á hreinu þá horfi ég ekki á fóboltann sem slíkan heldur gæjana sem sparka tuðrunni:) Mætti meira að segja á utandeildarleik til að horfa á kallinn, það er meira en margir geta sagt:) Össss hvað það var samt slappur leikur!!!!
-MM-

Nafnlaus sagði...

Ég er nú að standa mig þokkalega miðað við hvað ég hef þekkt þig stutt, reyndar með smá giski verð nú að viðurkenna það :) Vildi að ég væri svona góð í að giska í alvöru prófum s.s skólaprófum...
kveðja Stína

Sævar Jökull Solheim sagði...

úúú slúður!!! alltaf gaman af því!! :):) nei, eigum við nokkuð að vera uppljóstra einhverju á netinu, viljum ekki koma okkur í ónáð hjá fólki...

já, Matta, mátt reyndar eiga það að hafa verið ein af fáum sem hafa mætt og horft á stórlið FC Ice... lofa að næsti leikur sem þú mætir á verður betri :)

Þú ert að misskilja Stína, það á ekki að gíska, það á að kíkja hjá næsta manni... það gerði ég alltaf

Nafnlaus sagði...

híhíhí...

En já tapið fyrir Palace virðist hafa vakið ykkur af værum blundi. Við gerðum ykkur greiða á endanum....

Fanny sagði...

Hey.. Ég hef komið á leik hjá FcIce... Ég var þvílíkt góð í hvatningunum.

Nafnlaus sagði...

Ég er þarna í 5-7 . sæti og er gríðarlega ósáttur við sjálfan mig þar sem ég gerði ein eða tvenn klaufamistök. T.d. Megas sem er gefins svona eftir á hugsað..

Nafnlaus sagði...

Ég er búinn að skrá mig í Sævarology við háskólann í Bremen. Stend mig betur næst.