mánudagur, desember 19, 2005

Rokk-keppni

Jæja... 5 dagar í jól og maður varla byrjaður að spá í jólagjafir, held að maður ætti kannski að fara að huga að því. En það er ennþá styttra í miðvikudaginn en þá keppum við í hljómsveitinni Mockana í keppninni Haugalandsmesterskapet i Rokk fyrir framan 5-600 áhorfendur.
Við vorum svo heppnir að fá að vera síðastir á svið af þeim 11 böndum sem þarna spila og spilum við 2 lög, eitt frekar rólegt en hitt mun rokkaðara. Stefnan er tekin á eitt af þremur efstu sætunum, sem ætti að vera mögulegt ef við náum að skila þessu þokkalega frá okkur (erum með svo magnaðan bassaleikara sjáið þið til! :) Svo sjáum við bara til á miðvikudagskvöldið hvort drukkið verður til að fagna eða til að drekkja sorgunum :)
Geri mitt besta til að fá einhvern til að taka video af okkur.
Svo er nú Ólafur Arnar kominn til Noregs, ekki spurning um að maður verður að hitta á strákinn, enda er hann ekkert allt of langt í burtu.

jæja... farinn í eitthvað jólastúss... bæ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aldrei nokkurn tímann í sögu rokksins hefur það verið hljómsveit til tekna að hafa góðan bassaleikara.

Þeir skipta engu máli.

Nema Jón. Hann er fínn.

Ég held samt með ykkur. Þið eruð bestir. Áfram Mockanrsawassname!!

Nafnlaus sagði...

Ja, eg hlakka mikid til ad sja tig a bassanum.. tu varst allavega mjøg slakur tegar tu greipst i minn blindfullur i eurovisionpartyi iden :p

En eg held med ykkur lika... GO MOCKANA!!!