laugardagur, desember 10, 2005

Þá var gaman...

Fékk smá nostalgíukast í gömlu góðu teiknimyndunum og setti inn nokkur sýnishorn hérna... já og þemalögin :)
Þannig að nú getið þið greyin mín, sem þrælið ykkur út dag hvern í próflærdómi tekið ykkur smá pásu og hugsað aftur til gömlu góðu daganna þegar vinna og skóli var eitthvað sem maður hafði ekki allt of miklar áhyggjur af... hmmm... minnir á núverandi ástand hjá mér :)

Alli og Íkornarnir. Eitthvað svo hresst... og röddin svo frábær

Þemalag

Kærleiksbirnirnir. Efast um að ég hafi viðurkennt að fíla þá á sínum tíma, svo hefur maður nú líklega horft á þetta eins og versti laumuhommi... staraaaaaa

Þemalag

Snöggur og Snar. Sjiiit þeir voru skemmtilegir, og nintendo tölvuleikurinn líka, full auðveldur samt, einn af þeim sem maður kláraði í fyrstu tilraun, eins og ducktales, Super Mario 2 ofl.

Þemalag

Brakúla greifi. Hrikalega svalur... Nanna var samt flottust! Sem svo oft áður þá sá okkar besti talsetjari, Laddi, um allar raddir. Minnir að þetta hafi alltaf verið á föstudögum á stöð 2, öðrum hvorum meginn við "eruð þið mirkfælin"

Þemalag

Sögur úr andabæ. Obboslega skemmtilegir þættir... og ´theme´lagið eitthvað það besta sem gerist í teiknimyndabransanum... ógnardjarfar ævintýraendur úúú

Þemalag

Búrabyggð. Stórkostlega skemmtilegir þættir... voru á sunnudögum á RÚV. Sérstaklega gaman þegar þeir þurftu að fara út þar sem tröllin voru! Ekki séns að fara ekki í gott skap þegar maður hlustar á þemalagið!

Þemalag

HE-MAN. Prins Adam sjálfur, persónan sem ég dýrkaði og dáði... svo ekki sé nú talað um alla HE-MAN kallana sem maður átti. Enginn annar en master of the universe... stórkostlegt!!!

Þemalag

Jimbó. Klárlega hressasta þota í heimi!

Þemalag

Mask. Veit ekki hversu vinsælt þetta var á Íslandi, en þegar ég bjó í Noregi á sínum tíma þá var ég vitlaus í þetta!

Þemalag

Paddington. Sjitt hvað hann var svalur! Með marmilaðið alltaf... magnað

Þemalag

Pósturinn Páll. Pósturinn Páll, Pósturinn Páll, Pósturinn Páll og köturinn njáll...

Þemalag

Raggy Dolls. Þetta fannst mér alveg frábærlega skemmtilegt... af einhverjum ástæðum

Þemalag

Skófólkið. Shoe shoe shoe shoe people. Stórkostlegir þættir þar sem allir eru skór! Passið ykkur þegar þið hlustið á þemalagið, maður fær það gjörsamlega á heilann!!

Þemalag

Strumparnir. Standa alltaf fyrir sínu... einhvernveginn minnir mig að þeir tengjast klámi á Íslandi. Hafð ekki einhver tekið klám upp á strumpaspólu sem hann var með á leigu... æ man það ekki... En Kjartan var samt mest töff "Ég hata strumpa"


Superted. Hrikalega svalur bangsi!!!

Þemalag

Turtles. Hvað voru þessir ekki flottir maður!!! Donatello, Michaelangelo, Raphael og Donatello... ussss... glæsilegir

Þemalag

Thundercats. Thunder..Thunder...Thunder...Thundercats HOOOOOOOOOOOOOOO! Ég elskaði Thundercats... ekkert smá flottir, svo átti maður auðvitað fullt af Thundercats köllum, þeir voru með takka aftan á sem hreyfði á þeim hendurnar, mjög töff.

Þemalag

Jæja... þetta var nú skemmtilegt! Góða helgi :)

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þetta var frábært og ekkert smá margir þættir sem þú tekur fyrir hérna. Magnaður Burri!
Hvernig var samt með kýklópana (eða hét fótboltaliðið það ekki), voru þeir ekki með neitt þemalag? :)

Nafnlaus sagði...

Jamm, stórskemtilegt að rifja upp gamla og góða tíma þegar maður þurfti ekkert að gera nema leika sér og borða nammi. En ég man eftir einum þætti sem að ég man ekki allveg hvað heitir... Fjallaði um bangsa. Og það voru meira að segja framleiddir bangsar sem að maður gat sett snældu aftan í og þá sagði hann manni sögu. Man einhver eftir þessu ? ÉG fór alltaf til Önnu Rósu í heimsókn af því hún átti svona bangsa.

p.s. En hvað með villa spætu

Dillibossi Knúdsen sagði...

vá þvílíkt flass-bakk... en þú gleymdir samt Fíllinn Hún Nellý mannstu ekki í blakferðalögum það var alltaf sungið.. Fíllinn hún Nellý sér fílt af stað í frumskógin skyldi flytja, hún lagði upp með lúðar þytt trúnnt trúnnt trúnnt.... hehe eða eitthvað svona...

Nafnlaus sagði...

o my god maður fær raggy dolls lagið illilega á heilann:/ ekki alveg nógu gott á laugardagskveldi að vera með raggy dolls lag á heilanum...en personulega finnst mér he man lagið flottasta lagið:)
kv silla

Nafnlaus sagði...

Nanna var og er flottust......englabossinn minn!! svo búmm í gegnum vegg....

eg hló í hvert einasta skipti...og geri enn....

Fanny sagði...

Vá hvað þetta er svona blast from the past... Er svo að muna eftir þessum lögum og það sem meira er ég gat sungið með ;)

Þekki ekki allt þarna. En Alvin og bræður voru í miklu uppáhaldi, tuskubrúðurnar. Paddington var uppáhaldsbókin mín þegar ég var krakki. Strumparnir og ég er ekki frá því að drakúla greifi sé ennþá sýndur því það er ekkert svo langt síðan að ég sá þátt með þeim.

Annars er flest allt þarna eitthvað sem var allt í uppáhaldi ef það var í sjónvarpinu og mamma bað mann um að gera eitthvað;)

Takk fyrir þetta Sævar í svartfjallalandi sem er í Norge..

Bibba Rokk sagði...

Simbi - ég veit nákvæmlega hvaða þátt þú ert að tala um, hins vegar man ég ekki hvað bangsinn heitir :( Ég skal reyna að rifja það upp :)

Verð samt að viðurkenna að ég var farin að örvænta og hélt þú hefðir gleymt Thundercats - þeir eru sko ÆÐI. Spurning um Thundercats maraþon þegar þú kemur heim?

Sævar Jökull Solheim sagði...

Já kýklóparnir voru snilld Ólafur! áttu þátt í því að margir ungir norðfirðingar stofnuðu fótboltalið... ég var í stórliðinu Tuddarnir :)

Veit nú ekki um hvaða bangsa þið eruð að tala um Villi og Bibba... en Thundercats maraþonið hljómar sko vel!!!

Jújú, vantar eflaust fullt á þennan lista s.s. Nellý en úff... talandi um að fá lögin á heilan... er búinn að vera raulandi sh-sh-sh-shoe people alla helgina!!! arghhh....

Bibba Rokk sagði...

HANN HEITIR BANGSI BESTASKINN, Bibban negldi þetta þegar hún átti að vera að læra fyrir próf.

eða á ensku, Teddy Ruxpin - getið lesið um þetta hér: http://www.80scartoons.co.uk/teddyruxpin.html og auðvita hlustað á lagið :)

Fanny sagði...

Heyrðu.. var einmitt að reyna að muna hvað bangsi bestaskinn héti.... horfði mikið á hann. Fannst bananin eða vinur hans svo skemmtilegur.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekkert nema tær snilld, Bangsi bestaskinn var helvíti góður og Gormur vinur hans, Var ekki einn þarna sem hét Slúbbert?

Tuddarnir voru sannkallað stórlið, ég man þegar við kepptum á móti KSN á malarvellinum, það sem þeir höfðu fram yfir okkur var að þeir áttu búninga, ekki við......en við unnum samt.
-Jón Hafliði

Nafnlaus sagði...

Hehe tuddarnir og KSN eitthvað rámar mig nú í þetta :) Er nokkuð viss um að búningarnir hafi komið úr kjallaranum heima hjá mér (hvað er ekki til þar...) En ég minnist þess nú ekki að tuddarnir hafi unnið umræddan leik, þarf að sjá leikskýrsluna til að samþykja það :)
Væri gaman að rifja upp hverjir voru í liðunum...

Matthias H

Nafnlaus sagði...

ó mæ ....sh sh sh shoe people. Ég get ekki hætt að söngla þetta lag. Á samt mjög vel við mig að syngja um skó.
Skemmtileg færsla, fékk mig alveg til að brosa og syngja með:)
mm

Nafnlaus sagði...

Mögnuð samantekt, þú verður að sjá til þess að Sævar yngri horfi á alla þessa þætti svo að hann verði eins svalur og frændi sinn ;)
Já ég öfundaði einmitt alltaf hann Valþór því hann átti Bangsa bestaskinn sem að sagði sögur...sorry Valþór...ég kom upp um þig ;)

Nafnlaus sagði...

Bangsi Bestaskinn já; Rifjar upp margar góðar minningar... Best að
skoða þessa síðu betur.

Ég veit nú fyrir víst að það var KSN sem vann umtalaðan leik en að vísu minnir mig að það hafi brotist út ólæti í leikslok.

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe... það er gott, MM, að ég sé ekki sá eini með skófólkið á heilanum!

Bangsi bestaskinn fór einhvernveginn alveg framhjá mér, kannski sem betur fer enda var ég á þeim tíma í he-man, thundercats og mask leik í noregi.

Ég held nú að Tuddarnir hljóti að hafa unnið umræddan leik... þrátt fyrir snobbstæla hjá andstæðingunum að mæta í búningum :p já, það væri gaman að rifja upp hverjir voru í liðunum.... ekki man ég það allavega. Svo var nú líka eitt lið á mýrunum sem Sigurjón Gísli frændi minn stóð fyrir... þvílíka gróskan í boltanum á þessum tíma maður! :)

Nafnlaus sagði...

Já, ég var einmitt í þessu liði með honum Sigurjóni Gísla. Við vorum 4 í liðinu og kölluðumst Ástarpungarnir :)

Nafnlaus sagði...

þettta var magnað innlegg hjá þér hr. Sólheim!!!! hættur og hásssski, hlátur og gáaaski, Endur, úuú, í Andabænum búa glaðar endur úú, ógnardjarfar ævintýraendur....
Og Þönnderkatts vóóó, og raggydolls raggydolls those like you and me (Hrönn Gríms söng alltaf, rekkjunál-rekkjunál í staðinn fyrir raggydolls!!!)

ps. Jón Hafliði átti líka Bangsa Bestaskinn!!!

Stefán Arason sagði...

Góða samantekt Sævar!
En þó finnst mér vanta Nick Knackerton (eða hvernig sem nafnið á þessum ofurspæjara var nú skrifað...)

Nafnlaus sagði...

Free [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to conceive professional invoices in one sec while tracking your customers.