föstudagur, desember 30, 2005

áramót

jæja... þá er maður búinn að taka smá bloggjólafrí, ekkert nema gott um það að segja.

Haugalandsmesterskapet i Rock (21.des) gekk bara nokkuð vel, allavega spiluðum við stóráfallalaust og höfðum gaman að. Náðum þó ekki verðlaunasæti enda áttum við aldrei séns í rokkhundana í 1. og 2. sæti, það var helst þriðja sætið sem við gátum gert okkur einhverjar vonir um... en svo varð semsagt ekki... en fylleríið eftirá olli sko engum vonbrigðum :)
Ólafur Arnar og Marí frænka hans voru svo frábær að kíkja á keppnina og djömmuðu með manni fram eftir morgni, virkilega gaman að því! Ólafur kom svo aftur á Karmøy í gær þar sem við skelltum okkur í nett partý. Gaman að sjá strákinn eftir rúmlega hálft ár :)

Eins og fyrr þá fékk maður fullt af flottum jólagjöfum, það klikkar ekki að hvert ár þá kemur það manni á óvart hvað maður fær mikið skemmtilegt!

Svo eru það áramótin á morgun... innbakaðar nautalundir... mmmmmm best í heimi. Maður er búinn að byrgja sig þokkalega vel með flugeldum og öli, enda fer það alveg stórvel saman.

Jæja... nú er það spilakvöld hjá ömmu, heil umferð í boltanum á morgun... verður tíundi deildarsigurinn í röð staðreynd?? ég tippa á já!

Gleðileg áramót

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár Burri. Takk fyrir allt gamalt.