fimmtudagur, janúar 26, 2006

Atvinnuviðtal

-Þá fer að líða að stóru stundinni hjá mér. Allan morgun- og laugardaginn verð ég í atvinnuviðtali. Þannig að fljótlega eftir helgi ætti ég loksins að geta tilkynnt ykkur, börnin mín, hvort ég sé á leiðinni til Tékklands, Ítalíu eða Íslands... allt mjög spennandi!

-Í næstu viku ætla ég svo að túristast í eina viku til Lettlands... svo er maður nú alltaf að spá í Liverpool leik... hmmmm freistandi.

-Valdi búinn að senda inn mynd og myndatexta þannig að einhverntíman um helgina verður fimmta umferð keppninnar.

-Er búinn að setja eitthvað af noregsmyndum í myndaalbúmið

-annars bara... góða helgi

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir Burri. Líst vel á þetta flakk sem þú ert að fara í (Lettland, England og jafnvel fleira).. já og taktu svo atvinnuviðtalið og massaðu það!!

Nafnlaus sagði...

Ertu tvo daga í atvinnuviðtali?!? Vá, eins gott að þú sért svakalega merkilegur því í atvinnuviðtölum er maður mest að tala um sjálfan sig og þú þarft þá að tala um sjálfan þig í tvo daga, hugsanlega samfleytt.

Hafðu með þér vatnsglas.

Nafnlaus sagði...

Ég var að skoða myndirnar í albúminu...mikið er ég farin að sakna Solheim fjölskyldunnar...spurning um að skreppa bara með m og p í sumar ;)

Nafnlaus sagði...

og gangi þér vel í viðtalinu!

Nafnlaus sagði...

Yfirlýsing frá Der keiser Klúbbnum:

Við í D.K. klúbbnum ætlum hér með að hætta aða kommenta á þessa síðu þangað til aðstandendur/andi gerir
sér grein fyrir því hvaðan hann er
og snýr heim. Við hörmum öll leiðindi sem út af þessu geta komið upp en okkur finst við knúnir til að fara þessa leið til að ná fram vilja okkar.

Kvitt, innsiglað, skilað, i´m yours!

Sævar Jökull Solheim sagði...

Takk fyrir það Ólafur minn!

Já, þetta er massa viðtal Orri en dagurinn í dag fór mestallur í kynningu á fyrirtækinu, starfinu og þess háttar. Morgundagurinn fer í að umsækjendur láti ljós sitt skína og þá mun ég hafa vatnsglas við hönd.

Já, Heiða... það er bara ekki spurning!

Yfirlýsing til Der keiser hópsins: ég geri mér fullkomlega grein fyrir hvaðan ég er og er meiri íslendingur í mér en þið allir. Einnig get ég glatt ykkur með því að fyrsti dagur viðtalsins gekk nokkuð vel og eykst bjartsýnin um að ég hljóti starfið. Mér þætti þó miður ef þið mynduð hætta að kommenta á síðuna.

Nafnlaus sagði...

Snilld að vera í Lettlandi, var að vinna þar einu sinni! Farðu á bar sem heitir Lonesome og spurðu um barþjón sem heitir Clive... hreinræktaður snillingur!

P.S já... þetta er bar fyrir einstaklinga á þörfinni

Sævar Jökull Solheim sagði...

fyrir einstaklinga á þörfinni!?!?! ég þangað. Takk fyrir ábendinguna félagi!