laugardagur, janúar 28, 2006

Hann er kominn heim!

Einn af mínum uppáhalds leikmönnum allra tíma, Robbie Fowler, er kominn aftur heim til Anfield.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir liðið, stuðningsmenn og Fowler sjálfann.
Fowler er markaskorari af guðs náð og á eflaust eitthvað eftir en hann verður 31 árs í apríl. Svo er líka frábært að fá svona 150% púllara með frábæran móral inn í liðið! Þetta er ekkert nema frábært!
Spurning hvort Owen komi svo ekki bara líka, þá er þetta fullkomnað!

--------
Robbie Fowler
Lag: That's Amore


"When the ball hits the net
It's a fairly safe bet that it's Fowler
Robbie Fowler

And when Liverpool score
You will hear the Kop roar "Oh, its Fowler
Robbie Fowler"

Ian Rush, Roger Hunt
Who's the best man up front? "Oh, its Fowler
Robbie Fowler"

He's the King of the Kop
He's the best of the lot
Robbie Fowler"

4 ummæli:

Bibba Rokk sagði...

Áfram Liverpool og velkominn heim Fowler.
Vonandi gekk þér vel í viðtalinu Sævar. Verð samt að viðurkenna að pínkulitli sjálfselskupúkinn í hausnum mínum vonaði að þér hafi gengið illa, en það er bara lítill partur sko. Stóri hlutinn vill auðvita að þú fáir vinnuna sem þú vilt :)

Nafnlaus sagði...

Þú gerir þér grein fyrir því að maðurinn getur ekki blauta boru og hefur ekki getað í ein 6-7 ár??

Liverpollur gæti allt eins keypt mig ef þetta er allur metnaðurinn...

Sævar Jökull Solheim sagði...

Sjáum til Orri, ég hef trú á honum. Honum hefur hreinlega ekki bara liðið vel að skora fyrir önnur lið en Liverpool :)
Annars er lítil áhætta í þessum "kaupum" og hvort sem hann stendur sig eða ekki þá er mjög gott að fá hann upp á móral og liðsanda... rétt eins og það væri mjög gott að fá þig, enda hef ég fulla trú á að þú værir fullkomlega gjaldgengur í strikerstöðu flestra liða í premiership, bara spurning um að gefa kost á sér!

Nafnlaus sagði...

Einmitt. Ok, hann er ókeypis, Leeds borgar launinn hans og hann er gömul hetja sem er góður fyrir móralinn. Kannski ekki svo slæmt......hver veit nema hann hrökkvi líka í gamla gírinn....ólíklegt en hver veit.....

Hann er samt enginn ég....enda er það enginn. Nema ég. Náttúrulega.