sunnudagur, janúar 29, 2006

Toppaðu myndatextann, 5. umferð

Valdi sendi inn mynd og myndatexta, en hann er dómari umferðarinnar.
Toppið þetta!

"Hér sjáið þið einn MeðLim hljómsveitarinnar Dich Milch. En á þessu tímabili hélt hann að hann væri hinn menski HE-MAN, og hann heldur það reyndar enn".

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér sést Þorvaldur Einarsson, fatahönnuður og fyrirsæta (sem tekið hefur sér listamannsnafnið "He-Man"), kynna vetrarlínu sína sem eingöngu er ætluð samkynhneigðum körlum. Vetrarlína He-Man, sem nefnist að þessu sinni "Stuttbuxur og keðjur", hefur vakið mikla athygli í tískuheiminum þó svo að hún sé heldur ópraktísk í íslenskum vetri. He-Man sjálfur vill meina að línan sé fullfær til að nýtast í íslenskum aðstæðum þó hann hafi aðallega haft "djammið og heita ástarleiki" í huga þegar hönnunferlið stóð yfir.

He-Man (25) er bogmaður og elskar sex on the beach en, því miður strákar, ekki á lausu.

Nafnlaus sagði...

uppi varð fótur og fit þegar vistmenn Klepps brutust út og gengu berserksgang um miðbæ Norðfjarðar með heimsyfirráð að leiðarljósi. Uppreisnarseggirnir sem voru vopnaðir keðjum og túttubyssum voru fljótt yfirbugaðir af Níelsi löggu en létu hafa efti sér að þeir höfðu ekki sagt sitt síðasta

Nafnlaus sagði...

Hér gefur að líta Herra Ísland 2006. Aðstandendur keppninnar hafa ákveðið að ekki verði keppt um titilinn aftur, Hetjan úr DichMilch mun bera hann um ókomna tíð. Hetjan þykir hin besta fyrirmynd því hans helstu áhugamál eru að ropa, reka við, vera sætur og massaður og vera í dulargervi, sem í þessu tilfelli var He-Man.

Nafnlaus sagði...

Sumir einfaldlega reyna allt til að virðast brúnir...

- Einar

Nafnlaus sagði...

Ingjaldsfíflið hefur snúið aftur, öflugri en nokkru sinni fyrr. Hann er ekki lengur í bandi út í garði heldur ráfar um götur bæjarins og stjórnar barsmíðafélaginu Fazmo með frábærum árangri.
Ingjaldsneger is back. Hasta la vista. Eins gott að menn vari sig á honum

Nafnlaus sagði...

Hetjan!!!! þetta eru nýustu trommukjuðar sem eru komnir á markað og heita þrumukjuðar þú þarft ekki að lemja eins fast á trommurnar en hávaðin margfaldast samt við hvert högggg

Nafnlaus sagði...

Lítil örtröð myndaðist fyrir utan Tónspil, eina útsölustað nýju DichMilch plötunnar þegar hún var kynnt til sögunnar á mánudags morgun.
Einn æstur aðdáandi stóð þó í "biðröð" alla nóttina til að tryggja sér eintak.
Sá maður er reyndar sjálfur í hljómsveitinni en hann hafði orð á því að viðtökurnar væru hreint út sagt vonum framar, þar sem hann stóð og áritaði diskinn handa sjálfum sér

Nafnlaus sagði...

Maðurinn með ljáinn hefur tekið sér frí og er nú að vinna sem slátturmaður á gömlu bóndabýli.. Í afleysingum fyrir hann starfar nú ekki síður áfrýnileg goðsagnarpersóna, sjálfur HE-MAN, mun hann því sækja látna í mannheima og koma þeim yfir móðuna miklu.
kv. óskar

Nafnlaus sagði...

Sigurvegarinn í þessari Keppni er Ólafur Arnar. Það sem hann sagði hresti mig hvað mest og í oðrusæti var Orri Smárasson.

En ég vil þakka fyrir samskyptin á þessu ári. við dich milch drengir erum hér með formlega hættir að lesa síðuna og skrifa á hana í leiðinni