mánudagur, janúar 16, 2006

rass

Norðmönnum er búið að ganga ótrúlega vel í skíðastökki undanfarið, urðu m.a. heimsmeistarar í liðakeppni í dag... En ég það sem ég vildi minnast á er annað og mikilvægara en tengist þó líka skíðastökki.
Ef ég væri skíðastökkvari þá væri ég til í að eiga svona skó eins og á myndinn hér að neðan, mjög kúl og eru af gerðinni RASS. Einnig er hægt að fá innanhússkó, hlaupaskó, dansskó og ýmislegt fleira í þessu þýska merki.
Puma, Adidas, Nike og Reebok eru úti... Rass er inni

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, hver veit nema maður renni sér einhvern tímann á þessum rassi. Flottur rass.
Sjáumst.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst 20 ára gömlu skíðaklossarnir mínir samt flottari ;)
Búið að snjóa helling hér fyrir austan um helgina...þá er bara að vona að hann haldist eitthvað!
Nýi jepplingurinn okkar þoldi ekki íslenska vetrarveðrið og bilaði grát grát :/

Fanny sagði...

Spurning:
OK. Þú ert að fresta ferðinni til febrúar því þú ert að vonast eftir viðtali. OK: En ef þú færð þessa vinnu, ertu þá nokkuð að koma heim? hvað er um að vera....
Fokking norge

Sævar Jökull Solheim sagði...

Svona segiru ekki um landið sem þú fæddist í Fanný! :p
En það er rétt... ef ég fæ vinnuna þá er ólíklegt að ég sé á leiðinni heim, en það er hinsvegar frekar ólíklegt að ég fái þessa vinnu og tala þess vegna bara um frestun á heimkomu :)

Nafnlaus sagði...

hehe flottir skór. gaman að sjá að þú fylgist alltaf vel með skíðastökkinu ég horfði nú eitthvað aðeins á liðakeppnina en hætti eftir einhverja frestunina. fylgistu ekkert með alpagreinunum á nrk drengur? ég er sjálfur nýbúin að fá mér breiðbandið með nrk og öllum pakkanum. hehe. já djöfull öfunda ég þig á því að hafa verið í voss frábært að skíða í púðrinu þar. samt skemtilegra að vera á bretti í geilo allavega sagt að það sé flottasta bretta parkið í noregi þar. en voss er skemmtilegt svæði líka.
kveðja.
þórarinn

Nafnlaus sagði...

ÉG VERÐ AÐ EIGNAST RASS ÍÞRÓTTASKÓ!!!!!

Sævar Jökull Solheim sagði...

heheh... grunaði að þetta myndi vekja athygli Barða :)

Jújú þórarinn, maður fylgist með þessu öllu saman maður, sérstaklega hoppinu og skíðaskotfiminni... nú geturu farið að sjá þetta allt á nrk :)
Var reyndar ekki svo gott að ég hafi farið til Voss þessa helgina, þar sem bróðir minn veiktist en það verður eftir 2 vikur í staðinn bara :) fórum um helgina á skíðasvæði sem heitir Røldal. Mjög fínt svæði og færðin var snilld! :D

Bibba Rokk sagði...

Sævar - eru ekki til svona RASS körfuboltaskór? Vantar alveg bráðnauðsynlega körfuboltaskó eftir að þeir sem ég eru í núna ákváðu að snúa upp á ökklana á mér og saumarnir að rifna......

Sævar Jökull Solheim sagði...

það myndi sko aldrei gerast í rass skóm Bryndís!

Ég er alvarlega að spá í að gerast umboðsaðili hér á landi! :)