mánudagur, janúar 23, 2006

Eurovision

Ég hef sjaldan látið Eurovision (eða Evróvision sem er heimskulegasta þýðing, eða öllu heldur hálfþýðing sem um getur!) fram hjá mér fara. Þetta árið verður engin undantekning en þökk sé tækninni þá getur maður að sjálfsögðu séð þetta allt á netinu.
Ekki var fyrsti þáttur undankeppninnar sérlega stórkostlegur, reyndar fannst mér öll lögin leiðinleg, nema kannski eitt, en það var lagið sem Regína Ósk söng, þokkalegt alveg.

Annars skilst mér að Birgittu hafi verið borgað stórar fúlgur fyrir að syngja eitt lag. Er þá ekki hægt að sleppa þessu undankeppnisdóti, er ekki bara gefið að hún vinni þetta?
Ég er reyndar mjög sáttur við að það sé undankeppni, það er miklu skemmtilegra heldur en þegar eitthvað lag er valið, með þessu fyrirkomulagi þá getum við allavega kennt þjóðinni allri um þegar lagið skítur á sig í Grikklandi að gömlum sið.

Skilst að undankeppnin kosti um 70 milljónir. Það er ekki lítill peningur. En ef það er upphæðin sem þetta kostar þá ætla ég ekki að gráta það, nema það að fyrst það var á annað borð verið að henda þetta miklum pening í þetta þá gátu þeir nú drullast til að hafa betri kynna en þau Brynhildi Guðjónsdóttur og Garðar Thor Cortes, þau voru vægast sagt ömurleg!

Er það satt að Sylvía nótt er með eitt lag þarna? Hvað verður það þá mikil snilld!! Hún verður þá að vinna!

21 comments:

Nafnlaus sagði...

Ég var einmitt búinn að spá því að þú myndir þú myndir koma með einhverja hommalega færslu um eitthvað allt annað en fótbolta ef þið mynduð tapa. Eitthvað hefði nú verið minst á það ef staðan hefði verið önnur... Tár Tár

Sævar Jökull Solheim sagði...

Fokkoff!

Nafnlaus sagði...

Hehe alltaf gaman að því þegar að Villi getur drullað yfir aðra. En meira gaman er að því þegar hægt er að drulla yfir Villa sjálfan, þá verða sko tár tár!

Nafnlaus sagði...

Barði, Þarft þú ekki að fara DRÍFA þig út á sjá venur

Nafnlaus sagði...

Ég er reyndar með lagið hans Dabba Olgeirs á heilanum, en ég er líka svo einföld ;) Svo er náttúrulega hann Friðrik Ómar ótrúlega líkur honum Jakub Sveistrup :þ

Sævar Jökull Solheim sagði...

já... þetta lag hjá D. Olgeirs var reyndar alveg þokkalegt, en Friðrik Ómar? úffff

Nafnlaus sagði...

Ég vil reyndar meina að eurovison er fyrst og fremst góð ástæða til að detta í það. Yfirleitt eru lögin frekar leiðinleg og kynnarnir hallærislegir og yfirborðskenndir. Að lokum vil ég benda á þá hörmulegu staðreynd að við eigum eftir að senda lag í keppnina eins og talað var um. Við ættum að láta Villa syngja það!Hann er svo skemmtilega eurohallærislegur.

Nafnlaus sagði...

Sylvía Nótt eða Ágústa Eva verður með lag í keppninni eftir Þorvald Bjarna það hlýtur að eiga mikla möguleika, vona það allavega :)
kv. Stína

Nafnlaus sagði...

Þorlákur, mig minnir nú að þjóðverjar hafi einu sinni sent gamlann rokkara með bjórvömb, sítt að aftan og skalla. Þannig að þú átt allveg möguleika vinur.

Nafnlaus sagði...

drífa mig út á sjá? æjj kann kallinn ekki að skrifa? væri ekki nær að þú myndir verja meiri tíma í skólastofunni og læra íslensku heldur en að vera að putta þig í rassgatið yfir hommaklámi á netinu ;)

Nafnlaus sagði...

Nei ég virðist alltaf fá ritstíflu á sama tíma og ég fæ brundstíflu..
En hvernig væri nú að DRÍFA sig suður í heimsókn?

Nafnlaus sagði...

Já Simbi.. bjórvömb, sítt að aftan og skalli, hver man ekki eftir Guildo Horn frá Þýskalandi?!!
Sjá mynd hér!
Hann er sko ofurtöffari!

Nafnlaus sagði...

Jáá! Ef einhver getur séð sjálfan sig í framtíðinni núna Láki minn þá ert það þú.... Góð mynd Óli

Nafnlaus sagði...

Hehe, er Simbi alveg að taka ykkur félagana (Þorfunkel og Terten) í þurrt? Eigiði engin svör..?

Vil taka það fram að ég er ekki með í þessu.. ég man bara eftir Guildo Horn með lagið Guildo hat euch lieb. Hver gleymir svoleiðis!?

Hvernig er það annars Burri, er Valdi ekki búinn að senda inn mynd í næstu keppni? Það verður örugglega mynd í lagi ef ég þekki Valda rétt :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe... snilld að síðan sé orðin vettvangur fúkyrða og skítkasts! það er alltaf uppbyggjandi og skemmtilegt :)
Svona hefur nú Eurovision skemmtileg áhrif á menn.

En heyrðu, nei, Valdi er ekki enn búinn að senda inn mynd né texta, maður bíður bara spenntur

Nafnlaus sagði...

útreikningar; Að öllum líkindum er Sævar samkynhneigður.

Úskýring; Bæði er hann af norskum ættum og auk þess höfum við félagar gert okkur ljóst að sævar hefur sofið í rúmi með fleiri karlmönnum en æskilegt er á einni mannsævi. Auk þess er Sævar sköllóttur.

Reyndar verðum við að benda á að Sævar er rakaður að neðan, Drullaðu þér heim skúrkurinn þinn.

Kveðja Der Keiser klúbburinn!!
Vilsenegger, Dj Snúri og Þorfúnkel.....vel í glasi

Sævar Jökull Solheim sagði...

já... þetta er fróðleg, skemmtileg og sérlega athyglisverð niðurstaða hjá úrskurðarnefnd samkynhneigðra, enda kannski ekki við öðru af búast við mönnum eins og þeim sem eru sérfræðingar á sínu sviði

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég allavega ánægður með hvað þú tekur þessu vel. Auðvitað vitum hverjir eru samkynkneigðir og hverjir ekki. einig höfum við mikla fordóma ganvart samkynhneigðum.
Fyrir hönd Der Kaiser félagsins á íslandi: Hetjan

Nafnlaus sagði...

Það er bara staðreynd að ef skallaprósentan er meiri en 76%,
en þín stendur í 84% í dag þá er maður klárlega Samkynhneigður. Sjá dæmi ; Felix Bergson.

En Takk fyrir leikinn í dag, auðvitað tókum við Íslendingar
ykkur Svartfellingana og rasskelltum!! En eins og áður þá er ekki minst á íþróttir á þessari bloggsíðu þegar um tapleiki er að ræða.

TAKK FYRIR MIG

Sævar Jökull Solheim sagði...

hehe... okkur svartfellinga :)
það verður náttúrulega að taka það með í reikninginn að í Svartfjallalandi ríkir þjóðarsorg eftir mikið lestarslys, þannig að, að sjálfsögðu unnu íslendingar.

Er einhver með númerið hjá Ómari Ragnarssyni? hann er sköllóttur og hrikalega hot!

Nafnlaus sagði...

Ómar Ragnarson er umhverfissinni og samkvæmt 13 gr. 3 mgr. um Útlit Samkynhneigðra í málgagni Der keiser Félaginu eru allir umhverfissinnar samkynhneigðir. Þar með á Skallakenningin einnig við um Ómar Ragnarson