miðvikudagur, janúar 11, 2006

"Smá" seinkun

Eins og sumir væntanlega vissu þá var nú upphaflega planið að koma aftur til landsins í kringum miðjan janúar. Það hefur víst orðið smá seinkun á þeirri áætlun og er nýja planið að koma í febrúar. Ástæða seinkunarinnar er að ég sóttu um eitt starf hér í Noregi. Þetta mun verða eina starfið sem ég sæki um hér úti, en ég tel það töluvert ólíklegt að ég fái það. Ég ætla nú samt að bíða eftir svari um hvort maður komist í viðtal... það hlýtur nú að fara að gerast á næstu dögum.
En semsagt... vildi bara tilkynna um þessa lítilvægu seinkun :)

Annars er frá litlu að segja þannig að þá er best að halda kjafti bara held ég. Eftirjólaslor og aumingjaskapur í manni... stefndi á heila helgi með familíunni í Voss á snjóbretti, sem hefði verið snilld en einhver spurning með snjóleysi og Sölvi bróðir e-ð að veikjast, þannig að það skýrist líklega á morgun. Svo er ég ekki frá því að þarnæstu helgi hækkar talan sem segir til um aldur minn um einn. Það breytir svosem ekki miklu þar sem maður hagar sér nú alltaf eins og 10 ára, en það er þó tilefni til að gera sér kannski glaðan dag og ykkur er öllum boðið í partý í Kopervik! Þeir sem ekki mæta eru aumir og hommalegir.

ælir

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég mæti! :)

Sævar Jökull Solheim sagði...

Það er alltaf hægt að treysta á þig félagi! :)

Nafnlaus sagði...

Já það er gott að vera hjá móður sinni ;)
Ég er því miður búin að bóka mig í afmælið/útskriftina hennar Bibbu fyrir löngu síðan, annars hefði ég komið sko :Þ

Nafnlaus sagði...

Sjálfur hommalegur aumyngi fyrir að koma ekki með afmælis partýið til okkar! Þú færð sko ekki að koma í partý til mín

Nafnlaus sagði...

Æ greyið vertu bara í norge
Viljum ekkert fá þig hvort eð er

Bibba Rokk sagði...

Þar sem ég kemst ekki í afmælisveisluna þína, þá hef ég ákveðið að bjóða vinum þínum í afmælisveisluna mína þannig að þetta verður bara svona "sameiginleg" afmælisveisla. Og síðan verður staupað á klukkutíma fresti til heiðurs Burra. Að lokum fer öll runan á Gaukinn þar sem "Kings of Hell" eru að spila sem er hljómsveit sem ég VEIT að þú myndir finnast gaman af. Synd og skömm að þú ert ekki hér.

Sævar Jökull Solheim sagði...

Synd og skömm já :( þú kannski gefur mér upp fjöldatöluna í partýinu hjá þér, þá get ég líka staupað á klst. fresti, eitt fyrir hvern mann.

fokk off villi! :)

Nafnlaus sagði...

Bibba, ég mæti líka þangað! :) hehe

Nafnlaus sagði...

MMMMmmmm. Takk fyrir gott boð en ég held ég mæti hins vegar ekki. Þér er hinsvegar velkomið að kíkja til Björvinjar þegar þér sýnist. Dreymdi að Barði, Stefán Jóhann og Ómar Magg væru hérna í nótt....spes...