Það er komið að uppgjöri ársins...
Hér er árið 2006 í myndum, reyndar soldið stórt (30MB) en ég vona að þið sjáið ykkur fært að horfa á þetta því þetta er jafnframt mitt jólakort til ykkra allra.
þar sem þetta er stórt, þá er sniðugt að ýta á play takkann og svo á pásu takkann þar til videoið er fullhlaðið (þ.e. rauða línan komin alla leið)
Seinni partinn í dag verð ég svo floginn til Noregs
skál! ...og gleðileg jól
hægt er að smella á myndina, en þá fer maður inn í youtube og þar er hægt að horfa á videoið í fullri stærð
fimmtudagur, desember 21, 2006
Hangikjet

Ég elska hangikjöt
mánudagur, desember 18, 2006
mig hlakkar svo til
Það hefur alltaf stungið mig pínu lítið þegar fólk segir mér eða mig hlakkar til... eitthvað sem gerist nokkuð oft á þessum tíma árs.
Hins vegar pirrar það mig ólýsanlega mikið ef þetta ratar inn í texta laga. Hef rekist á tvö dæmi um þetta núna undanfarið:
Í laginu jólasveinninn kemur í kvöld, sem ég held að Hreimur syngi, er sungið:
"Þú veist hvenær hann kemur, þig hlakkar alltaf til"
Annað dæmi er í ömurlegu lagi sem ég veit ekkert hver syngur, en þar er sungið: "Dingalingaling hó hó hó hó, Það gerist margt um jólin og okkur hlakkar til"
glatað
Hins vegar pirrar það mig ólýsanlega mikið ef þetta ratar inn í texta laga. Hef rekist á tvö dæmi um þetta núna undanfarið:
Í laginu jólasveinninn kemur í kvöld, sem ég held að Hreimur syngi, er sungið:
"Þú veist hvenær hann kemur, þig hlakkar alltaf til"
Annað dæmi er í ömurlegu lagi sem ég veit ekkert hver syngur, en þar er sungið: "Dingalingaling hó hó hó hó, Það gerist margt um jólin og okkur hlakkar til"
glatað
myrkur
vá, klukkan orðin hálf tólf og það er ennþá nótt úti... magnað
kjósið í gríðarlega spennandi könnun :)
kjósið í gríðarlega spennandi könnun :)
------------------------------>
föstudagur, desember 15, 2006
Föstudagslagið
Frá Liverpool ferðinni í haust þar sem við sáum Liverpool taka Tottenham í nefið. Ég var nú ekki á sérlega góðum stað að þessu sinni en stemningin frábær.
Góða helgi
Skál
Góða helgi
Skál
þriðjudagur, desember 12, 2006
Leikstjórinn
Ég held að það hafi alltaf blundað í mér lítill leikstjóri.
Af því tilefni bjó ég í gær til stórmynd sem frumsýnd verður á Þorláksmessu í öllum helstu kvikmyndahúsum. Margir segja myndina vera jólamyndina í ár og er það vissulega mikill heiður að myndin muni berjast við "The Holiday" og "Eragon" um hátíðarbíóstrauminn.
Lesendur burra.blogspot.com eru svo heppnir að þeir fá hér frumsýningu á nokkrum atriðum úr myndinni.
Góðar stundir
1. sýnishorn
2. sýnishorn
3. sýnishorn
4. sýnishorn
Af því tilefni bjó ég í gær til stórmynd sem frumsýnd verður á Þorláksmessu í öllum helstu kvikmyndahúsum. Margir segja myndina vera jólamyndina í ár og er það vissulega mikill heiður að myndin muni berjast við "The Holiday" og "Eragon" um hátíðarbíóstrauminn.
Lesendur burra.blogspot.com eru svo heppnir að þeir fá hér frumsýningu á nokkrum atriðum úr myndinni.
Góðar stundir
1. sýnishorn
2. sýnishorn
3. sýnishorn
4. sýnishorn
mánudagur, desember 11, 2006
Jólakort
Fékk allt í einu þá snilldarhugmynd að senda engin jólakort þetta árið.
Einhver sem vill opinberlega mótmæla þessari frábæru hugmynd?
Frábær mánudagur... það er svo stutt í jólin að það hálfa væri... vika.
Hvað á maður svo að gefa í jólagjöf og hvað á maður að óska sér... úff... einhverjar hugmyndir?
djöfull var þetta góð hugmynd hjá mér með jólakortin maður!
Einhver sem vill opinberlega mótmæla þessari frábæru hugmynd?
Frábær mánudagur... það er svo stutt í jólin að það hálfa væri... vika.
Hvað á maður svo að gefa í jólagjöf og hvað á maður að óska sér... úff... einhverjar hugmyndir?
djöfull var þetta góð hugmynd hjá mér með jólakortin maður!
föstudagur, desember 08, 2006
Föstudagslagið
Það virðist vera vinsælt hjá áhugamanna-kvikmynda-klippurum að klippa brot úr myndum og mixa þeim við góð lög.
Hér ér einu af mínum uppáhalds lögum þessa dagana möndlað saman við atriði úr mynd sem mér fannst ekkert sérstök, en þetta tekst svo vel að mig langar næstum því að sjá myndina aftur!
skál!
Hér ér einu af mínum uppáhalds lögum þessa dagana möndlað saman við atriði úr mynd sem mér fannst ekkert sérstök, en þetta tekst svo vel að mig langar næstum því að sjá myndina aftur!
skál!
fimmtudagur, desember 07, 2006
jólalagið
Á tólfta degi jóla gaf kærastan mín mér
tólf ára viskí
ellefu prósent hvítvín
tíu Hot’n’sweet
níu rauðvínsflöskur
átta Sambuca
sjö kalda Baylies
sex Gin í Tónik
fiiiiiiiiiiiiiiimm Hot shota
fjórar Tequila
þrjár Vodkaflöskur
tvær Captain Morgan og
risastóran bjór
Og svo fórum við í meðferð
tólf ára viskí
ellefu prósent hvítvín
tíu Hot’n’sweet
níu rauðvínsflöskur
átta Sambuca
sjö kalda Baylies
sex Gin í Tónik
fiiiiiiiiiiiiiiimm Hot shota
fjórar Tequila
þrjár Vodkaflöskur
tvær Captain Morgan og
risastóran bjór
Og svo fórum við í meðferð
styrkir
Skal nú játa það að ég er ekki nógu duglegur að gefa pening til líknarfélaga og þess háttar... það er bara eitthvað svo mikið um þetta, sérstaklega núna fyrir jólin, að maður endar með bullandi valhvíða og styður ekki nálægt því jafn mikið og maður hefði viljað.
En þegar svona gerist þá munar engum um þúsund kall eða svo...
Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir foreldra Svandísar Þulu, 5 ára stúlku sem lést í bílslysi á Sandskeiði 2. desember s.l. Bróðir Svandísar Þulu,sem er átta ára slasaðist alvarlega og á langa sjúkrahúsvist fyrir höndum. Okkur langar að biðja þá sem vilja styðja fjárhagslega við bakið á foreldrum þeirra, þeim Hrefnu og Ásgeiri að leggja inn á eftirfarandi reikning:
REIKN: 120-05-75519, KT. 060875-5029
VINSAMLEGAST FRAMSENDIÐ PÓSTINN TIL ÞEIRRA SEM ÞIÐ TELJIÐ AÐ VILJI RÉTTA ÞEIM HJÁLPARHÖND.
Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn,
Aðstandendur og vinir.
En þegar svona gerist þá munar engum um þúsund kall eða svo...
Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir foreldra Svandísar Þulu, 5 ára stúlku sem lést í bílslysi á Sandskeiði 2. desember s.l. Bróðir Svandísar Þulu,sem er átta ára slasaðist alvarlega og á langa sjúkrahúsvist fyrir höndum. Okkur langar að biðja þá sem vilja styðja fjárhagslega við bakið á foreldrum þeirra, þeim Hrefnu og Ásgeiri að leggja inn á eftirfarandi reikning:
REIKN: 120-05-75519, KT. 060875-5029
VINSAMLEGAST FRAMSENDIÐ PÓSTINN TIL ÞEIRRA SEM ÞIÐ TELJIÐ AÐ VILJI RÉTTA ÞEIM HJÁLPARHÖND.
Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn,
Aðstandendur og vinir.
þriðjudagur, desember 05, 2006
Jólahlaðborð
Hversu glatað er það að hlakka til jólahlaðborðs í margar vikur og svo loksins þegar það kemur að átinu mikla þá er maður svo ónýtur af þynnku að maður kemur engu niður... bömmer
Minnir óneytanlega á ákveðið þorrablót hérna um árið sem mikil tilhlökkun hafði verið fyrir en maður lenti svo í sama ruglinu.
Anyway... þakka Þorláki fyrir sinn hlut í þessu klúðri, ef ekki hefði verið fyrir báða kassana af bjór sem hann keypti þá hefði þetta aldrei fokkast upp... (og Stefán hefði líklega fengið mun ljúfari svefn) en það var nú samt ferlega gaman að fá hann í bæinn strákinn og ætti hann að taka sjálfan sig til fyrirmyndar og koma miklu oftar!
Minnir óneytanlega á ákveðið þorrablót hérna um árið sem mikil tilhlökkun hafði verið fyrir en maður lenti svo í sama ruglinu.
Anyway... þakka Þorláki fyrir sinn hlut í þessu klúðri, ef ekki hefði verið fyrir báða kassana af bjór sem hann keypti þá hefði þetta aldrei fokkast upp... (og Stefán hefði líklega fengið mun ljúfari svefn) en það var nú samt ferlega gaman að fá hann í bæinn strákinn og ætti hann að taka sjálfan sig til fyrirmyndar og koma miklu oftar!
föstudagur, desember 01, 2006
Föstudagslagið
Eftir mikla togstreitu þá hef ég ákveðið að sá vægir sem vitið hefur meira og ætla því að taka þetta lag í sátt þrátt fyrir að það hafi gert mér lífið leitt í alla nót (færslan fyrir neðan).
En skilaboðin eru góð og hér er föstudagslagið, lag dagsins! Allir að drífa sig svo að kaupa rauða nefið.
Skál
En skilaboðin eru góð og hér er föstudagslagið, lag dagsins! Allir að drífa sig svo að kaupa rauða nefið.
Skál
brostu!
Hversu geðveikur getur maður orðið af því að vakna upp svona 10 sinnum yfir nóttina með "brostu, það kostar ekki neitt... brost'út í annað út í eitt..." svo gjörsamlega á heilanum. Það var alveg hressandi fyrstu 4 skiptin en næstu 6 voru að gera mig brjálaðan, hætti næstum við að kaupa rauða nefið á eftir.
Það bætti reyndar úr skák þegar mig dreymdi að Linda var að spurja mig hvort ég gæti nú ekki tekið að mér að kyssa Paris Hilton (sem af einhverjum ástæðum var með okkur í aftursætinu á bíl... berbrjósta) þar sem hún var eitthvað svo andfúl og ég var nýbúinn að borða lakkrís...
athyglisverð nótt
Það bætti reyndar úr skák þegar mig dreymdi að Linda var að spurja mig hvort ég gæti nú ekki tekið að mér að kyssa Paris Hilton (sem af einhverjum ástæðum var með okkur í aftursætinu á bíl... berbrjósta) þar sem hún var eitthvað svo andfúl og ég var nýbúinn að borða lakkrís...
athyglisverð nótt
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)