fimmtudagur, desember 21, 2006

Hangikjet

Ég fór á jólahlaðborð um daginn... eina sem ég kom niður á því hlaðborðinu, sökum þynnku, var einn skammtur af hangkikjöti. Í síðustu viku var svo hangikjöt í mötuneytinu en þar bætti ég upp fyrir hlaðborðið og borðaði meira en góðu hófi gegnir, daginn eftir voru svo afgangar af hangikjöti í mötuneytinu og ekki borðaði ég minna þá. Í fyrradag bauð Linda til hangikjötsveislu þar sem borðað var meira en nokkurntíma fyrr. Eitthvað virðist matráðurinn hafa ofmetið hangikjöts græðgi starfsfólks því í gær í hádeginu voru aftur hangikjötsafgangar í mötuneytinu. Ég fór eftir vinnu og keyti tvö sver hangikjöts-stykki til að taka með til Noregs og borða á jóladag (konan sem var með hangikjötskynningu í Bónus þurfti að stoppa mig af í smakkinu). Í gærkvöldi gæddi ég mér svo á afgöngum af hangikjöti frá kvöldinu áður.
Ég elska hangikjöt

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skil þig svo vel, nema ég hefði aldrei látið það gerast að vera þunnur á jólahlaðborði. Kannski helfullur, en ekki þunnur!

Nafnlaus sagði...

Villi manstu þegar þú drafst á netagerða jólahlaðborðinu? það var snild. Sævar ég held að þú skerir miðjuna úr hangikjötinu og riðlsit á því ahahahahahahahaahah mohaaa mohaaa.

Sævar Jökull Solheim sagði...

já Valdi, það er spurning um að taka upp þennan vana þinn... hvort er betra að hafa það soðið eða ósoðið?