fimmtudagur, desember 07, 2006

styrkir

Skal nú játa það að ég er ekki nógu duglegur að gefa pening til líknarfélaga og þess háttar... það er bara eitthvað svo mikið um þetta, sérstaklega núna fyrir jólin, að maður endar með bullandi valhvíða og styður ekki nálægt því jafn mikið og maður hefði viljað.

En þegar svona gerist þá munar engum um þúsund kall eða svo...

Styrktarreikningur hefur verið opnaður fyrir foreldra Svandísar Þulu, 5 ára stúlku sem lést í bílslysi á Sandskeiði 2. desember s.l. Bróðir Svandísar Þulu,sem er átta ára slasaðist alvarlega og á langa sjúkrahúsvist fyrir höndum. Okkur langar að biðja þá sem vilja styðja fjárhagslega við bakið á foreldrum þeirra, þeim Hrefnu og Ásgeiri að leggja inn á eftirfarandi reikning:

REIKN: 120-05-75519, KT. 060875-5029

VINSAMLEGAST FRAMSENDIÐ PÓSTINN TIL ÞEIRRA SEM ÞIÐ TELJIÐ AÐ VILJI RÉTTA ÞEIM HJÁLPARHÖND.

Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn,
Aðstandendur og vinir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, sjálfsagt að styrkja þá sem minna mega sín eða eiga um sárt að binda... vandinn, eins og þú segir, það er svo mikið um þetta og erfitt að velja