mánudagur, desember 18, 2006

mig hlakkar svo til

Það hefur alltaf stungið mig pínu lítið þegar fólk segir mér eða mig hlakkar til... eitthvað sem gerist nokkuð oft á þessum tíma árs.
Hins vegar pirrar það mig ólýsanlega mikið ef þetta ratar inn í texta laga. Hef rekist á tvö dæmi um þetta núna undanfarið:
Í laginu jólasveinninn kemur í kvöld, sem ég held að Hreimur syngi, er sungið:
"Þú veist hvenær hann kemur, þig hlakkar alltaf til"
Annað dæmi er í ömurlegu lagi sem ég veit ekkert hver syngur, en þar er sungið: "Dingalingaling hó hó hó hó, Það gerist margt um jólin og okkur hlakkar til"

glatað

11 ummæli:

Bibba Rokk sagði...

Mér finnst þorláksmessukvöld með Baggalút besta lagið :)

Nafnlaus sagði...

Málfar mitt er búið að batna til muna eftir að þú fórst að ávíta mig fyrir "mig hlakkar svo til"...held ég sé næstum bara hætt að segja það :)

Kristin Bjorg sagði...

Ég hlakka til að losna við kvefið. Saknar þú mín? Ég sakna þín....

Sævar Jökull Solheim sagði...

Það er gott Heiða mín, að þú sért loksins farin að fara eftir ávítunum eldri og vitrari manna ;)

Að sjálfsögðu Krisín Björg. Önnur hæðin er ekki söm án þín!

Kristin Bjorg sagði...

Mig langar í bjór þegar ég sé þessar bjórdrykkju myndir af þér!

Sævar Jökull Solheim sagði...

hann er ljúfur bjórinn

Nafnlaus sagði...

Er næsti Mörður Árnason fundinn?

Nafnlaus sagði...

Óþolandi málfræðivilla. Hvenær deila Hannes og Mörður næst hér á burranum?

Annars bara gleðileg jólin ef maður sér þig ekkert á næstunni...

Nafnlaus sagði...

Góða ferð út og skilaðu knús og kossum til familíunnar :)XXXXX

Nafnlaus sagði...

já hvað á þetta að þýða maður er búinn að vera í start holunum síðan síðast

Sævar Jökull Solheim sagði...

sömuleiðis Ólafur minn og takk fyrir það og skila því Heiða :)

Nei Daníel, vil nú ekki taka nafnbótina af Villa... en já, það hlýtur að koma að því að þeir félagar ná sér á strik