þriðjudagur, desember 05, 2006

Jólahlaðborð

Hversu glatað er það að hlakka til jólahlaðborðs í margar vikur og svo loksins þegar það kemur að átinu mikla þá er maður svo ónýtur af þynnku að maður kemur engu niður... bömmer
Minnir óneytanlega á ákveðið þorrablót hérna um árið sem mikil tilhlökkun hafði verið fyrir en maður lenti svo í sama ruglinu.
Anyway... þakka Þorláki fyrir sinn hlut í þessu klúðri, ef ekki hefði verið fyrir báða kassana af bjór sem hann keypti þá hefði þetta aldrei fokkast upp... (og Stefán hefði líklega fengið mun ljúfari svefn) en það var nú samt ferlega gaman að fá hann í bæinn strákinn og ætti hann að taka sjálfan sig til fyrirmyndar og koma miklu oftar!

3 ummæli:

Smali sagði...

Ef þú kynnir þér hóf, hefðirðu getað neytt matar í óhófi. Ömurleg þversögn.

Dillibossi Knúdsen sagði...

vá hvað ég hugsaði út í þetta þorrablót þegar ég las fyrstu línurnar.. eins gott þú ert ekki búin að gleyma þessu heldur... hehe

En strákur afhverju læruru ekki.. en ef út í það er farið þá getur vel verið að það hafi verið miklu skemmtilegra á djamminu með Lukku Láka heldur en á uppstrýluðu jólahlaðborði!!

Nafnlaus sagði...

Guðjón þyrfti að lesa þessa færslu...ég held að hann gráti ennþá þorrablótið!