Gleðileg jól, afsakið jólakortaleysið, ég mun í staðinn hafa samband við alla eftir áramót, þakka þeim fyrir liðið ár og tjá þeim tilhlökkun mína yfir stundunum sem við munum eiga saman á komandi ári.
Borðum vel og drekkum mikið... á meðan við enn getum.
þriðjudagur, desember 23, 2008
mánudagur, desember 15, 2008
Misrétti
Mér finnst virkilega skammarlegt hjá íþróttafréttamönnum að í umfjöllun þeirra um "stjörnuleikjahelgi KKÍ" í körfubolta, þá er aldrei sýnt frá troðslukeppni kvenna. Þetta er misrétti og ekkert annað.
fimmtudagur, desember 11, 2008
Snilld
Þessi maður er bara snillingur og ekkert annað:
http://samuel.is/lifsstill/2008/10/22/gillzeneggersvarar/
http://samuel.is/lifsstill/2008/10/22/gillzeneggersvarar/
þriðjudagur, desember 09, 2008
föstudagur, nóvember 28, 2008
Föstudagsfjör
Maður hefur séð ýmislegt skrýtið um ævina... en þetta er eitt það snarvangefnasta sem ég hef séð.
Góða helgi
Skál
P.s. Hlynur Ben (ásamt okkur fögru undirleikurunum) verður með stöffið af plötunni sinni á Rosenberg í kvöld. Skilst að herlegheitin hefjist kl. 22. Um að gera að kíkja við og fá sér einn kaldan. Meira um þetta hér: http://hlynurben.blogcentral.is/
Góða helgi
Skál
P.s. Hlynur Ben (ásamt okkur fögru undirleikurunum) verður með stöffið af plötunni sinni á Rosenberg í kvöld. Skilst að herlegheitin hefjist kl. 22. Um að gera að kíkja við og fá sér einn kaldan. Meira um þetta hér: http://hlynurben.blogcentral.is/
fimmtudagur, nóvember 27, 2008
Útvarp Saga
Á leiðinni heim frá því að horfa á góðan sigur Liverpool í meistaradeildinni á Classic kveikti ég á útvarpi sög, eins og ég geri svo oft. Þar var viðtalstími hjá Sigurði G. Tómassyni. Roskinn maður hringdi inn og hóf samtalið svona: "Sigurður, ég mátti til með að rífa í tólið þegar ég heyrði í honum Birni Bjarna hérna áðan."
Í einfeldni minni hló ég alla leiðina heim
Í einfeldni minni hló ég alla leiðina heim
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Guns n' Roses
Tékkið á speisinu hjá GN'R
Þar er hægt að hlusta á nýju plötuna Chinese Democracy í heild sinni í takmarakaðan tíma! ...en hún kemur í búðir eftir helgi.
http://www.myspace.com/gunsnroses
Þar er hægt að hlusta á nýju plötuna Chinese Democracy í heild sinni í takmarakaðan tíma! ...en hún kemur í búðir eftir helgi.
http://www.myspace.com/gunsnroses
þriðjudagur, nóvember 04, 2008
föstudagur, október 31, 2008
"Æfingin skapar meistarann"
Mér var hugsað til þess áðan hversu fáránlega mikið maður spilaði körfubolta á yngri árum. Heima hjá mér voru ímyndaðar körfur fyrir ofan gang og bað hurðina þar sem iðulega var spilaður "körfubolti", ofast á móti yngri bræðrum mínum sem máttu sín lítils á móti risanum sem gat troðið og blokkaði auk þess flest öll skot þeirra, skil ekki ennþá hvernig þeir nenntu þessu.
Sverrir félagi minn var með körfu í innkeyrslunni... þar eyddum við endalausum klukkutímum, undirlagið var reyndar möl, en það var algjört aukaatriði þar sem mestur tíminn fór í troðslukeppnir og stöku alley-oop. Minnir að það hafi líka verið karfa á gilsbakka 3 en það var erfiðara að troða þar, nema að maður hoppaði af þvottahúströppunum, þá var séns.
Upphitun fyrir blakæfingar fóru yfirleitt í að skjóta á körfu... Óla Sig, Geir og fleiri þjálfurum til mikilla ama, við vorum jú ekki að æfa neinn helvítis körfubolta.
Karfan við barnaskólann var ferlega vinsæl, oft var smalað í lið og spilað þar. Snjór var ekki fyrirstaða, jafnvel bara bónus þar sem hann hækkaði undirlagið og jók möguleika á spjaldkaststroðslu að hætti Harold Miner í troðslukeppninni ´93.
Siggi Hallur var með körfu á svölunum, ef maður hitti ekki spjaldið þá fór boltinn út á götu... það var því öruggast að troða bara. Engu skipti þótt það væri 20cm hátt þrep á miðjum körfuboltavellinum, held að enginn hafi meiðst alvarlega.
Tilkoma fjögurra karfa á malbikaða vellinum við hlið malarvallarins var gríðarlegur hvalreki á fjörur körfuboltaáhugamanna. Þar gat maður reyndar ekki troðið en þar var mikið spilað og jafnvel tekið þátt í "steet ball" keppnum, alveg atvinnumanna.
Þrátt fyrir alla þessa körfuboltaiðkun þá er alveg ótrúlegt að ég get ekkert í þessari íþrótt! Kann ekkert að dribbla, skýt eins og stelpa og er fyrirmunað að hitta ofan í djöfulsins körfuna.
Þið skulið ekki láta blekkjast ef einhver segir við ykkur að æfingin skapi meistarann... það er kjaftæði!
Sverrir félagi minn var með körfu í innkeyrslunni... þar eyddum við endalausum klukkutímum, undirlagið var reyndar möl, en það var algjört aukaatriði þar sem mestur tíminn fór í troðslukeppnir og stöku alley-oop. Minnir að það hafi líka verið karfa á gilsbakka 3 en það var erfiðara að troða þar, nema að maður hoppaði af þvottahúströppunum, þá var séns.
Upphitun fyrir blakæfingar fóru yfirleitt í að skjóta á körfu... Óla Sig, Geir og fleiri þjálfurum til mikilla ama, við vorum jú ekki að æfa neinn helvítis körfubolta.
Karfan við barnaskólann var ferlega vinsæl, oft var smalað í lið og spilað þar. Snjór var ekki fyrirstaða, jafnvel bara bónus þar sem hann hækkaði undirlagið og jók möguleika á spjaldkaststroðslu að hætti Harold Miner í troðslukeppninni ´93.
Siggi Hallur var með körfu á svölunum, ef maður hitti ekki spjaldið þá fór boltinn út á götu... það var því öruggast að troða bara. Engu skipti þótt það væri 20cm hátt þrep á miðjum körfuboltavellinum, held að enginn hafi meiðst alvarlega.
Tilkoma fjögurra karfa á malbikaða vellinum við hlið malarvallarins var gríðarlegur hvalreki á fjörur körfuboltaáhugamanna. Þar gat maður reyndar ekki troðið en þar var mikið spilað og jafnvel tekið þátt í "steet ball" keppnum, alveg atvinnumanna.
Þrátt fyrir alla þessa körfuboltaiðkun þá er alveg ótrúlegt að ég get ekkert í þessari íþrótt! Kann ekkert að dribbla, skýt eins og stelpa og er fyrirmunað að hitta ofan í djöfulsins körfuna.
Þið skulið ekki láta blekkjast ef einhver segir við ykkur að æfingin skapi meistarann... það er kjaftæði!
þriðjudagur, október 28, 2008
68,8%
Það er þá komið í ljós að það var hirt af manni rúm 30% af því sem maður hefur nurlað saman í gegnum árin... fúlt.
Villi og Sigurjón eiga báðir afmæli í dag, það er ekkert fúlt, bara mjög flott. Til hamingju með það.
Mono mun sigra Flúðir á Útlaganum um helgina, það er sko alls ekkert fúlt enda er það víst síðasta skrefið fyrir heimsfrægð... ef ekki þá stendur bjór og pottur í bústað alltaf fyrir sínu.
Lífið í vesturbænum gengur prýðilega og styttist nú í það að maður sé búinn að ganga frá mesta ruslinu svo hægt verði að bjóða í heimsókn.
...þannig að þetta er að langmestu leiti bara flottur dagur, enda ekki við öðru að búast á þriðjudegi
Villi og Sigurjón eiga báðir afmæli í dag, það er ekkert fúlt, bara mjög flott. Til hamingju með það.
Mono mun sigra Flúðir á Útlaganum um helgina, það er sko alls ekkert fúlt enda er það víst síðasta skrefið fyrir heimsfrægð... ef ekki þá stendur bjór og pottur í bústað alltaf fyrir sínu.
Lífið í vesturbænum gengur prýðilega og styttist nú í það að maður sé búinn að ganga frá mesta ruslinu svo hægt verði að bjóða í heimsókn.
...þannig að þetta er að langmestu leiti bara flottur dagur, enda ekki við öðru að búast á þriðjudegi
föstudagur, október 24, 2008
útlegð á enda
Þá er 7 ára útlegð á enda. Maður er aftur orðinn vesturbæingur... nánar tiltekið Reynimelsbúi. Það mun væntanlega hafa ákveðnar afleiðingar í för með sér. Má þar nefna hluti á borð við óhóflegt át Hagamelsíss, skítaafskolun í vesturbæjarlauginni, heimsóknir í frostaskjól næsta sumar, verslað með celeb'unum í Melabúðinni og gríðarlega hár matarreikningur enda verslað í Melabúðinni. Stærsta breytingin verður þó að hægt verður að reka við án þessa að rýmið sé svo lítið að lyktin verði búin að dreifast um alla íbúð á 5 sekúndum...
föstudagur, október 10, 2008
miðvikudagur, október 01, 2008
Mono á Garg.is
Á morgun opnar vefsíðan Garg.is en þar munu tónlistarunnendur geta fylgst með hvar í borginni lifandi tónlist verður að finna hverju sinni... sem er snilld. Sjálfur hefur manni oft langað að kíkja eitthvað út, og þá helst á stað þar sem lifandi músík er að finna en ekki vitað hvert maður ætti að fara. Garg.is leysir vonandi það vandamál.
En það sem er miklu meira spennandi er að við Monolitarnir munum spila í opnunarpartýi gargsins. Verður það haldið á efri hæð Tunglsins (áður gaukur á stöng) á laugardaginn nk. (04.09.2008). Skitinn þúsara kostar inn og ætli fjörið byrji ekki uppúr 23:00. Það ætti ekki að skemma fyrir að Erna Hrönn (Bermuda, Singing bee osfrv.) mun taka dágóðan slatta af lögum með okkur. :)
Væri gaman að sjá sem allra flesta!
En það sem er miklu meira spennandi er að við Monolitarnir munum spila í opnunarpartýi gargsins. Verður það haldið á efri hæð Tunglsins (áður gaukur á stöng) á laugardaginn nk. (04.09.2008). Skitinn þúsara kostar inn og ætli fjörið byrji ekki uppúr 23:00. Það ætti ekki að skemma fyrir að Erna Hrönn (Bermuda, Singing bee osfrv.) mun taka dágóðan slatta af lögum með okkur. :)
Væri gaman að sjá sem allra flesta!

mánudagur, september 29, 2008
mánudagur, september 22, 2008
Frasar
Mikið svakalega kvíði ég fyrir því að allir verða byrjaðir með nýjustu frasana úr Dagvaktinni!
þriðjudagur, september 16, 2008
Þriðjudagskvöld
Loksins kominn þriðjudagur!
Þessi klassíska snilld er skylduáhorf hvern einasta þriðjudag.
Þessi klassíska snilld er skylduáhorf hvern einasta þriðjudag.
föstudagur, september 12, 2008
Vondulagakeppnin

Það má hlusta á þáttinn hér: http://tinyurl.com/3jscbo en vondulaga keppnin hefst uppúr 01:13.
Gott veganesti þetta... þökkum þeim sem kusu :)
miðvikudagur, september 10, 2008
300 skotar í biðröð fyrir utan völlinn, 5 tímum fyrir leik
Svekkjandi fyrir greyin. Vanir því að á leikdögum þá er allt morandi í lífi fyrir utan leikvellina. Þeir hafa ákveðið að taka daginn snemma til að mæta á svæðið en þar mætir þeim ekkert nema kuldi, rigning og allt dautt þangað til 5 mínútum fyrir leik.
mánudagur, september 01, 2008
föstudagur, ágúst 22, 2008
Tal
Þar sem ég er nú orðinn viðskiptavinur tals, þá geri ég ráð fyrir að allir sem ég þekki geri slíkt hið sama þannig að við getum alltaf hringt frítt okkar á milli, gegt sniðugt sko!
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
föstudagur, ágúst 15, 2008
vííí
Nýja dótið sem ég var að panta:
Nú er bara að bíða eins og hundur við bréfalúgu eftir því að FedEx gaurinn bankar.
Nú er bara að bíða eins og hundur við bréfalúgu eftir því að FedEx gaurinn bankar.
föstudagur, júlí 25, 2008
Þórir
Munið þið norðfirðingar eftir Þóri leikfimikennara?
Það var verið að tala um klikkaða íþróttakennara í kaffinu áðan og mundi ég þá eftir Þóri, sem var leikfimikennari í Nesskóla. Krakkarnir í bekknum mínum óttuðust hann, enda hafði hann komið mörgum okkar til að grenja. Reyndar höfðu fleiri kennarar komið bekknum mínum til að grenja, líklega álíka oft og þessi sami bekkur kom öðrum kennurum til að grenja... sem var nokkuð oft. En það er önnur saga sem kannski verður sögð við tækifæri.
Allavega, pointið með spurningunni var það að þegar ég var að hlusta á þessar umræður um klikkað fólk, og mér var hugsað til Þóris, þá bara man ég engan vegin hvernig hann leit út. Samt kemur alltaf mynd af Geir H. Haarde upp í hugann.
Var Þórir líkur Geir, eða er ég að verða klikkaður?

Þórir? eða kannski bróðir hans?
Það var verið að tala um klikkaða íþróttakennara í kaffinu áðan og mundi ég þá eftir Þóri, sem var leikfimikennari í Nesskóla. Krakkarnir í bekknum mínum óttuðust hann, enda hafði hann komið mörgum okkar til að grenja. Reyndar höfðu fleiri kennarar komið bekknum mínum til að grenja, líklega álíka oft og þessi sami bekkur kom öðrum kennurum til að grenja... sem var nokkuð oft. En það er önnur saga sem kannski verður sögð við tækifæri.
Allavega, pointið með spurningunni var það að þegar ég var að hlusta á þessar umræður um klikkað fólk, og mér var hugsað til Þóris, þá bara man ég engan vegin hvernig hann leit út. Samt kemur alltaf mynd af Geir H. Haarde upp í hugann.
Var Þórir líkur Geir, eða er ég að verða klikkaður?

Þórir? eða kannski bróðir hans?
þriðjudagur, júlí 22, 2008
mánudagur, maí 26, 2008
!!!
Þetta er bara allt of gott til að vekja ekki athygli á þessu!
Annars er það bara tenerife framundan í góðra vina hóp... jeííí
Annars er það bara tenerife framundan í góðra vina hóp... jeííí
þriðjudagur, maí 06, 2008
föstudagur, apríl 18, 2008
If you hit the treadmill a little more you'd be at the front
Það er kominn föstudagur á þessu... og það dregur til tíðinda því Ásgeir er væntanlegur í brekkuna í bjór í kvöld, velunnurm ásgeirs er að sjálfsögðu opinn aðgangur...
Það verður víst horft á úrslitaþáttinn hjá Bubba... hef séð voðalega lítið af þessu... held samt að ég haldi aðeins meira með dökkhærða gaurnum, þar sem söngur hins er aðeins of líkur söngi Péturs 'Jesús' og í hvert skipti sem ég heyri hann syngja þá hugsa ég alltaf: "já helvíti flott... næstum því jafn flott og ef Pétur hefði sungið þetta".
En annars er mér skítsama... væri til í að fá þessar 3 milljónir, ekki þykjast þeir hafa áhuga á þeim.
vantar gott orð sem rímar við sól
Þessi er svakalegur!
Það verður víst horft á úrslitaþáttinn hjá Bubba... hef séð voðalega lítið af þessu... held samt að ég haldi aðeins meira með dökkhærða gaurnum, þar sem söngur hins er aðeins of líkur söngi Péturs 'Jesús' og í hvert skipti sem ég heyri hann syngja þá hugsa ég alltaf: "já helvíti flott... næstum því jafn flott og ef Pétur hefði sungið þetta".
En annars er mér skítsama... væri til í að fá þessar 3 milljónir, ekki þykjast þeir hafa áhuga á þeim.
vantar gott orð sem rímar við sól
Þessi er svakalegur!
þriðjudagur, apríl 15, 2008
Ég get, vil og skal
Fékk skyndilega þessa miklu blogglöngun...
Er þó greinilega ekki í æfingu, veit ekkert hvað ég á að skrifa.
Nenni ekki að skrifa um hvað sé að frétta, hvað ég er að gera þessa dagana... nei, það er allt of glatað.
Nenni heldur ekki að skrifa um hvað Liverpool sé frábært lið, held að það séu hvort sem er allir farnir að skilja það.
Ekki er neitt "gigg" framundan... þannig að ekki get ég sett inn einhverja brjálaða auglýsingu um það, nenni heldur ekki að tala um það sem er búið að vera í gangi undanfarið.
Ökklinn minn er í smá verkfalli þannig að ekki get ég skrifað um afrek mín á knattspyrnuvellinum... engin smá afrek sem það hefðu annars verið.
Nenni heldur ekki að tala um frí og ferðalög sem framundan eru... geri það bara seinna.
held ég tali bara um veðrið
það er blessuð blíðan... vorið virðist bara loksins vera komið
veí
Er þó greinilega ekki í æfingu, veit ekkert hvað ég á að skrifa.
Nenni ekki að skrifa um hvað sé að frétta, hvað ég er að gera þessa dagana... nei, það er allt of glatað.
Nenni heldur ekki að skrifa um hvað Liverpool sé frábært lið, held að það séu hvort sem er allir farnir að skilja það.
Ekki er neitt "gigg" framundan... þannig að ekki get ég sett inn einhverja brjálaða auglýsingu um það, nenni heldur ekki að tala um það sem er búið að vera í gangi undanfarið.
Ökklinn minn er í smá verkfalli þannig að ekki get ég skrifað um afrek mín á knattspyrnuvellinum... engin smá afrek sem það hefðu annars verið.
Nenni heldur ekki að tala um frí og ferðalög sem framundan eru... geri það bara seinna.
held ég tali bara um veðrið
það er blessuð blíðan... vorið virðist bara loksins vera komið
veí
föstudagur, mars 14, 2008
mánudagur, febrúar 25, 2008
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Gaukurinn á morgun, fimmtudag!
Það verða rosa tónleikar á Gauk á stöng á fimmtudagskveldið, 7.feb.
Hlynur Ben (ásamt hljómsveit, sem er semsagt bandið sem ég er að glamra með.)
Hraun og Múgsefjun!
Aðeins 500 kall inn og herlegheitin byrja kl:22:00
ath: ný lög á http://www.myspace.com/hlynurben
mánudagur, febrúar 04, 2008
föstudagur, febrúar 01, 2008
Mynd ársins
Þetta er stórmynd sem ENGINN ætti að missa af... enda prýdd úrvals leikurum í öllum hlutverkum!
http://www.jibjab.com/sendables/view/AbUEGogTOdCk2XphWV68yc4W
http://www.jibjab.com/sendables/view/AbUEGogTOdCk2XphWV68yc4W
föstudagur, janúar 25, 2008
Föstudagslagið
Hér eru menn sem við skulum öll taka okkur til fyrirmyndar um helgina!!
og svo eitt hugljúft, yndislegt og æðislega hallærislegt... (þakkir um ábendingu fær Þorlákur Bjarka)
Skál!
og svo eitt hugljúft, yndislegt og æðislega hallærislegt... (þakkir um ábendingu fær Þorlákur Bjarka)
Skál!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)